Hátíðarlúkk #2 – SÝNIKENNSLA

Vörurnar fékk ég að gjöf

Þá er komið að sýnikennslu númer tvö en þessi er heldur betur ýktari en sú fyrri! Eruð þið ekki annars búin að skoða fyrstu sýnikennsluna? Hana finnið þið HÉR

Í þetta skiptið notaði ég vörur frá NYX Professional Makeup til þess að gera pínu Stjörnuþoku eða Galaxy-legt Halo lúkk. Halo augnfarðanir eru þannig að dekksta skyggingin er í innri augnkrók og yst á augnlokinu og síðan er bjartur litur hafður þar á milli. Þessi förðun gerir augnsvæðið örlítið kúptara og getur blekkt augað svo að augnsvæðið virki stærra. En hér fyrir neðan getið þið séð vörurnar sem ég notaði í þetta lúkk.

Augu: NYX Lid Lingerie Matte í litnum Checkmate, NYX Love Contours All pallettan, NYX Pig 09, NYX Multitasker Mixing Medium

Andlit: NYX Love Contours All pallettan

Varir: NYX Lip Lingerie í litnum Corset

Ég byrjaði á því að gera grunninn minn þar sem að ég notaði pallettuna til þess að skyggja og móta andlitið mitt en ég blandaði síðan báðum ljómapúðrunum saman og setti efst á kinnbeinin mín. Næst grunnaði ég augnlokin mín með NYX Lid Lingerie kremaugnskugganum en ég er að elska þennan augnskugga þessa dagana eins og þið munuð glögglega sjá í komandi sýnikennslum ;)

Úr NYX pallettunni tók ég síðan dekksta fljólubláa augnskuggann en hann er alveg mattur svo ég setti hann alveg í innri augnkrók og yst á augnlokið. Ég reyndi að blanda augnskuggann eins vel og ég gat til þess að engin skörp skil væru á augnlokinu en reyndi á sama tíma að skilja mitt augnlokið eftir alveg opið og ósnert svo að enginn dökkur augnskuggi myndi vera þar.

Næst tók ég bleika ljómapúðrið úr NYX pallettunni og setti það á mitt augnlokið. Þetta verður grunnurinn okkar fyrir pigmentið sem við munum leggja þar ofan á. Ég blandaði ljómapúðrinu aðeins við dökka augnskuggann með fingrunum en reyndi samt að láta ljómapúðrið snerta dökka augnskuggann ekki of mikið svo að það verði enn frekar skörp skil á milli dökka og ljósa litarins. Síðan tók ég matta mauve litinn úr pallettunni sem er ská niður til hægri frá fjólubláa augnskugganum og blandaði litnn aðeins betur í glóbuslínunni. Ég valdi að gera ekki brú á milli tveggja dökku fletanna í glóbuslínunni þar sem ég vildi ekki minnka augnsvæðið mitt.

Ég endurtók það sem ég hef gert með augnskuggunum meðfram neðri augnháralínunni og reyni þannig að spegla augnförðunina. Einnig tók ég bleika ljómapúðrið og kom því fyrir innst í innri augnkrók til þess að birta aðeins yfir honum.

Þetta NYX pigment númer 09 sem ég notaði næst er náttúrulega algjör draumur. Fallegra pigment held ég að ég hafi bara aldrei séð en það er ljósfjólublátt og pínu lithverft. Það gerir það að verkum að ljósið fellur svakalega skemmtilega á það og birtir þannig fallega yfir förðuninni. Pigmentið er því ofboðslega glæsilegt til að nota einmitt í svona Halo farðanir. Ég blandaði pigmentinu aðeins við Multitasker Mixing Medium frá NYX og lagði það svo ofan á mitt augnlokið þar sem ég hafði lagt ljómapúðrið áður. Eftir það tók ég fingurinn og sett smá þurrt pigment beint ofan á það og ýkti þannig litinn enn frekar.

Það sama gerði ég á neðri augnháralínuna, bar svo á mig maskara og setti dökk fjólubláan eyeliner sem ég átti í efri og neðri vatnslínuna.

Þá er augnförðunin klöppuð og klár en þar sem ég var með svona svakalega dramtíska og áberandi augnförðun valdi ég að setja glæsilegan nude lit á varirnar. Þetta er NYX Lip Lingerie í litnum Corset. Hann er pínu grátóna svo hann passar mjög vel við fjólutónana í förðuninni.

Þar hafði þið það! Fullkomið áramótalúkk, nú eða jólalúkk fyrir þá sem fara „all in“ um jólin ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts