Hátíðarlúkk #1 – SÝNIKENNSLA

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Jæja ég ákvað að fara „all in“ þetta árið þegar kemur að hátíðarlúkkum, eins og maður segir á góðri íslensku. Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi en ég er vön og kannski byrja að fara svolítið út í það sem mig langar að beina síðunni minni meira að á næsta ári – en við förum nánar út í það síðar.

Fyrsta hátíðarlúkkið í ár gerði ég með vörum frá Rimmel en mig langaði að gera eitt dökkt og seiðandi smokey með smá sanseringu til þess að hafa það extra hátíðlegt. Ótrúlegt en satt notaði ég alls ekki margar vörur til þess að ná þessari augnförðun en allar vörurnar sem ég notaði má sjá hér fyrir neðan.

Hérna eru allar vörurnar sem ég notaði en þær eru:

Augu: Magnif’eyes Nude edition pallettan, Magnif’eyes augnskugga og eyeliner penninn í litnum 006, Wonerfully real maskarinn.

Andlit: Lasting Finish 25hr Breathable farðinn og hyljarinn.

Varir: Stay Matte Liquid lipstick í litnum 700 Be my baby

Það fyrsta sem ég gerði var að klára grunninn minn. Ég bar farðann á mig og hyljarann en farðinn hefur meðal þekju en hyljarinn hefur mikla þekju.

Næst tók ég eyeliner pennann og teiknaði línu þétt upp við augnháralínuna og smudge-aði/máði hana út með litlum augnskuggabursta. Ég set eyeliner-inn líka inn á efri og neðri vatsnlínuna.

Síðan tók ég hinn endann á pennanum sem inniheldur virkilega flottan kaldtóna, nánast silfraðan brúnan kremaugnskugga og setti hann yfir allt augnlokið. Ég setti hann líka yfir eyeliner línuna sem ég máði út áður. Þá er grunnurinn fyrir smokey förðunina okkar komin.

Næst tók ég dekksta litinn úr augnskuggapallettunni og setti þétt lag af honum yst á augnlokið. Litinn dró ég síðan niður og setti vel af honum yfir eyeliner línuna okkar og máði hann þar út til þess að hún yrði enn meira smokey. Dökka litinn dró ég einnig upp í glóbusinn en passaði mig að fara ekki með hann of langt inn á auglokið eða of nálægt innri augnkrók. Ég reyndi sem sagt að halda dekksta litnum alveg yst á augnlokinu en blandaði hann bara aðeins út.

Dökka litinn tók ég síðan meðfram neðri augnháralínunni minni og gerði alveg það sama, passaði mig á því að hafa hann sterkastan yst.

Á svampendann á burstanum sem fylgir með pallettunni tók ég síðan 7-unda litinn frá vinstri og pakkaði vel af honum á restina af augnlokinu, sem sagt frá dekksta litnum og alveg inn á innri augnkrók. Svampendinn á burstanum sá til þess að liturinn varð mjög litsterkur og fallegur en þesi litur er eiginlega nákvæmlega eins og kremaugskugginn á litinn sem við settum á fyrst svo hann ýkir litinn extra mikið.

Að lokum setti ég svo að sjálfsögðu á mig maskara en ég notaði nýjasta maskarann frá RIMMEL. Ég verð að segja að þetta er fyrsti maskarinn frá RIMMEL sem ég kolfell fyrir. Hann minnir mig pínu á Telescopic maskarann frá L’Oréal fyrir þá sem þekkja hann.

Til að toppa lúkkið bar ég á varirnar fljótandi varalit frá RIMMEL í litnum 700 en ég ef ég væri að gera lúkkið aftur hefði ég valið mér annan lit sem væri ennþá ljósari, meira nude og minna úti í appelsínugula kantinum. Ég held það myndi gera augnförðunina ennþá ýktari og flottari.

Ég held að þetta sé eitt af mínum allra uppáhalds lúkkum sem ég hef birt hérna á síðunni og það er algjörlega fullkomið fyrir öll hátíðarhöldin! Hvað segið þið, finnst ykkur þetta ekki fallegt lúkk?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts