Hátíðarförðun með L’Oréal

Færslan er unnin í samstarfi við L'Oréal

untitled-3

Þá er komið að hátíðarförðun númer tvö hjá mér en að þessu sinni notaði einungis vörur frá L’Oréal! Mig langaði að gera eitthvað dökkt og glansandi smokey svo ég notaði Mono augnskuggann í litnum Quartz Fume sem er algjörlega fullkominn til að gera hátíðar smokey förðun. Förðunin er mjög einföld svo hver sem er ætti að geta apað hana eftir með sömu vörum.

untitled-4

1. Ég byrjaði á því að grunna á mér augnlokið með True Match hyljaranum mínum. Hyljarann setti ég svo með ljósasta litnum úr La Pallette Nude Beige pallettunni.

2. Næst tók ég stóran blöndunarbursta og setti þriðja litinn frá vinstri úr sömu pallettu í glóbuslínuna. Sama lit ber ég svo með sama bursta meðfram neðri augnháralínunni. Til að dekkja glóbusinn aðeins meira tók ég síðan fjórða litinn frá hægri úr pallettunni og lagði hann ofan á ljósa litinn. 

3. Til að byrja á smokey förðuninni tók ég Super Liner Smokissime augnskuggann í litnum 100 Black Smoke og lagði hann alveg meðfram efri augnháralínunni. Ekki vera hrædd við að setja of mikinn af augnskugganum eða að hann verði ójafn, við eigum eftir að blanda hann út.

4. Aðalstjarnan í förðuninni er svo Mono augnskugginn frá L’Oréal í litnum Quartz Fume en hann tek ég og legg ofan á svörtu línuna sem ég gerði með Smokissime augnskugganum. Með Quartz Fume blanda ég síðan svarta augnskuggann upp þannig að hann dofnar smátt og smátt. Farið aldrei með litinn fyrir ofan litina sem við settum í glóbuslínuna í skrefi tvö.

5. Í efri og neðri vatnslínuna set ég síðan Color Riche LeKhôl augnblýantinn í litnum Urban Gray.

6. Á augnhárin setti ég nýja L’Oréal maskarann Volume Million Lashes Fatale.

7. Til að klára lúkkið tók ég næst síðasta litinn í Color Riche varalitapallettunni í litnum Nude og bar á varirnar með burstanum sem er í pallettunni.

untitled-2

Á andlitið notaði ég True Match farðann í litnum 1.5.N og True Match hyljarann í litnum 1 Ivory. Til að setja farðann og hyljarann notaði ég True Match púðrið í litnum Rose Vanilla. Á kinnarnar notaði ég kinnalitinn Le Blush í litnum Sandalwood Pink sem gefur virkilega fallegan og náttúrulegan roða á kinnarnar og tónar því vel við svona dökka augnförðun. Að sjálfsögðu sleppi ég ekki að bæta við má ljóma við hátíðarförðun svo á kinnbeinin mín, ofan á efri vörina og á mitt nefið notaði ég nýja fljótandi highlighterinn True Match Highlight í litnum Icy Glow. Hann er frekar kaldtóna en ef hlýtóna ljómi hentar ykkur betur þá fæst hann einnig í gylltari lit. Í augabrúnirnar notaði ég svo Brow Artist Plumper í litnum Light/Medium til að ýkja þær aðeins en halda samt náttúrulegu lagi þeirra.

untitled-1

Í hárið notaði ég svo að sjálfsögðu Elnett hársprey! Ótrúlega einföld og flott hátíðarförðun þótt ég segi sjálf frá ;) Smokey klikkar seint!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er unnin í samstarfi við L'Oréal

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts