Hátíðarförðun með Lancôme

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-2-2

Í dag langar mig að sýna ykkur fyrstu hátíðarförðunina hjá mér í ár en hana gerði ég með Lancôme pallettunni sem ég sýndi ykkur í gær! Ég vissi að mig langaði að gera eitthvað flott fjólublátt lúkk með glimmerskuggunum í pallettunni og þetta var útkoman! Fjólublá-glimmer-halo augnförðun. Hér fyrir neðan getið þið lesið og séð skref fyrir skref hvernig ég gerði förðunina.

untitled-1-4

1. Eins og alltaf byrjaði ég á því að grunna augnlokin með primer. Til að setja primerinn setti ég ljósasta litinn í pallettunni sem heitir Queen’s Lace yfir allt augnlokið. Þetta sér til þess að augnskuggarnir sem við leggjum ofan á blandist vel út.

2. Næst tók ég blöndunarhliðina af burstanum sem er í pallettunni og notaði hann til að dreifa úr litnum London is Calling í glóbuslínuna (the crease).

3. Næst tók ég deksta litinn í pallettunni, hann Midnight Purple og tyllti honum yst og innst á augnlokið með flötu hlið burstans. Síðan tók ég blöndunarhliðina og dreifði vel úr skugganum svo engin skörp skil sáust. Ég passa mig alltaf á því að skilja mitt augnsvæðið eftir autt og litlaust þar sem þetta er halo förðun.

4. Á auða svæðið í miðjunni á augnlokinu setti ég smá af litnum Rich History til að ýkja ennþá meira fjólubláa litinn sem fer ofan á.

5. Rich History setti ég líka meðfram neðri augnháralínunni en ofan á hann setti ég glimmerlitinn Garden Rose með blautum bursta.

6. Síðast en ekki síst toppaði ég lúkkið með því að smella litunum Garden Rose og Tower Bridge á mitt efra augnlokið.

untitled-3-2

Til að klára augnförðunina setti ég fína línu af nýja Grandiôse Extreme eyeliner-num meðfram efri augnhárunum og toppaði síðan lúkkið með nýja Grandiôse Extreme maskaranum. Ég sýni ykkur þessar nýjungar betur í sér færslu síðar þegar ég er aðeins búin að prófa þær betur :)

untitled-1-2

Á varirnar setti ég svo nýjan varalit frá Lancôme sem ég mun pottþétt nota mikið um jólin því hann er svo sjúklega fallegur og passar við allt en það er varaliturinn L’Absolue Rouge í áferðinni Sheer og litnum Nuit & Jour. Þetta er náttúrulega ekkert annað en fullkomið nafn fyrir þennan lit sem hægt er að nota hvort sem það er nótt eða dagur ;)

Jæja þá er fyrsta hátíðarlúkkið komið í höfn! Hvernig líst ykkur á? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
powered by RelatedPosts