Hárskrúbbur?

Varan er í einkaeigu

Rannveig heldur á hárskrúbbi frá Sephora

Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég hef aldrei séð neitt slíkt áður svo mér fannst hann vægast sagt mjög spennandi og spurði því fylgjendur mína á Instagram hvort það væri áhugi fyrir því að ég myndi kaupa skrúbbinn, prófa hann og láta ykkur vita hvað mér finnst. Það voru ekkert smá margir sem höfðu áhuga á því svo ég keypti að sjálfsögðu hárskrúbbinn og er búin að vera að prófa hann síðustu vikurnar.

Hárskrúbbur frá Sephra í dollu á marmaraborði

Skrúbburinn kemur í þessari dollu, vegur um 100 grömm og kostaði mig 60 DKK. Hann inniheldur gróft sjávarsalt sem sér um að skrúbba hársvörðinn ásamt piparmyntu en piparmynta er þekkt fyrir að hafa hreinsandi eiginleika ásamt því að lykta alveg dásamlega – þó að smekkur manna er að sjálfsögðu misjafnur þegar kemur að því! Mér finnst skrúbburinn allavega lykta dásamlega og ég var fegin að sjá að kornin í skrúbbinum væru auðveldlega niðurbrjótanleg í náttúrunni fyrst þetta er bara salt – maður veit aldrei.

Hárskrúbbur í lófa

Hárskrúbburinn sjálfur á að lyfta upp óhreinindum frá hársverðinum og hreinsa þau burt þegar maður skolar hárið. Skrúbbinn notar maður einu sinni í viku í staðin fyrir sjampó. Ég set klípu af skrúbbnum í lófann (svona eins og 4 falt magn af því sem ég er með á myndinni), legg skrúbbinn ofan á blautan hársvörðinn í sturtunni og nudda. Helmingurinn af saltinu mun bara falla beint niður á sturtubotninn en það munu þó einhver saltkorn ná að vera eftir sem maður getur notað til að nudda hársvörðinn. 

Ég er með mjög fíngert og þunnt hár sem verður mjög fljótt skítugt og þá sérstaklega hérna úti í Danmörku þar sem það er svo mikið kalk í vatninu. Kalkið á það oft til að sitja eftir í hárinu sem þyngir það og gerir það matt og hálf óspennandi eitthvað. Síðustu ár hef ég tekið það í vana að Chelate-a á mér hárið reglulega til að djúphreinsa hársvörðinn og hreinsa í burtu dauðar húrfrumur og öll óhreinindi. Ég get ekki mælt nógu mikið með því en hárið mitt verður alltaf eins og nýtt eftir það. Aðferðina sem ég nota getið þið fundið hér. Þessi hárskrúbbur er eina varan sem ég hef fundið sem kemst nálægt því að Chelate-a á mér hárið án þess að ég þurfi að fara í gegnum allt það ferli. Halló himnasending! Nei svona án djóks ég er mjög skotin í þessum og þar sem ég nota hann einu sinni í viku hefur hárið mitt haldist aðeins léttara en það er vant að gera. Mundu þó að þar sem það er mikið magn af salti í skrúbbnum getur það þurrkað upp hárið svo endilega settu í endana djúpnæringu eftir að hafa notað hann, ef þú ákveður að prófa, til að halda í rakann í hárinu.

Rannveig heldur á hárskrúbbi

Svo hárskrúbbur – eins steikt og það hljómar – fær grænt ljós frá mér! Myndir þú vilja prófa?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Velkomin á RNR!
Halló, góðan daginn og vertu innilega velkomin/n á nýju síðuna mína! Ég heiti Rannveig, kannski er ég algjörlega ókunnug þér en kannski hefur þú ...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
Tískuvikan í Köben
Eins og þið sem eruð með mig á Instagram (@rannveigbelle) vitið skrapp ég á tískuvikuna í Köben í síðustu viku. Ég var með story-ið hjá Belle I...
powered by RelatedPosts