4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Hárkúr: Tilraun

Færslan er ekki kostuð

119Síðustu vikur er ég búin að vera með svakalegt hárlos. Ég skil eftir mig slóð af hárum hvert sem ég fer og það leggst ekkert sérstaklega vel í mig. Hárlosið er orðið svo mikið að ég er eiginlega bara farin að hafa smá áhyggjur af því að ég sé að fá skallabletti! Mig langaði að kaupa Hairfinity því ég sá það svo mikið hjá Kardashian systrunum á Instagram einhverntíman (ég veit ég er nörd) en það er bara svo dýrt að panta það til landsins að ég tími því ekki. Ég mundi þá eftir Hárkúr frá Gula miðanum sem ég tók alltaf þegar ég var í 10.bekk og ákvað að prufa það frekar. Þetta eru bæði hvort sem er bara bætiefni fyrir hárið svo ég held það sé ekki mikill munur því á hvort ég kaupi hitt eða þetta. Ég keypti líka Þaratöflur til að taka með Hárkúrnum því ég las á netinu að þær eiga að hjálpa til við vinna gegn hárlosinu. Fæðubótaefnin keypti ég í Heilsuhúsinu en ég sá þau svo ódýrari í Krónunni um daginn svo ég man það næst ef ég þarf að kaupa meira. Mér datt í hug að leyfa ykkur að fylgjast með hvort þetta geri eitthvað gagn við hárlosinu mínu. Ég bind engar væntingar við það að hárið mitt verði heilbrigðara eða það síkki hraðar með því að taka þetta inn því ég held að það komi fæðubótaefnum lítið við en við skulum sjá hvað skeður. Ég gef ykkur uppfærslu eftir svona mánuð :)

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.