Hárkúr tilraun: Niðurstaða

Færslan er ekki kostuð

119

Í byrjun maí birti ég færslu hér á síðunni þar sem ég sagðist vera með svakalega mikið hárlos og ætlaði að prófa að taka fæðubótaefnin Hárkúr og Þaratöflur til að sjá hversu mikinn mun ég myndi finna á hárinu mínu. Mig langaði aðallega að sjá hvort að töflurnar hefðu áhrif á hárlosið mitt en ég fylgdist þó með öðrum verkunum taflana eins og hárvöxt og hvort að hárið liti heilbrigðara út.

IMG_9834

Töflurnar sjáið þið á myndinni hér fyrir ofan. Þessi græna er nokkuð augljóslega þarataflan en hin er hárkúrinn. Eins og ég sagði síðast þá var ég alls alls ekki með miklar væntingar þegar ég byrjaði að taka bætiefnin inn svo ég varð ekki fyrir miklum vonbrigðum þegar að þau virkuðu ekki á mig eins og þau áttu að gera. Töflurnar tók ég stöðugt í mánuð á hverju einasta degi og það gæti vel verið að mánuður sé ekki nógu langur tími fyrir þær til að virka almennilega. Þar sem ég keypti bara mánaðarskammt af hárkúrnum ákvað ég að klára hann bara því ég nennti einfaldlega ekki að halda áfram að taka þær. Sorrí með mig :)

Það var ekkert mál að taka inn hárkúrinn en ef þið eruð viðkvæm fyrir lykt þá skuluð þið halda ykkur í hæfilegri fjarlægð frá þaratöflunum. Lyktin af þeim er sko ekki góð! Það að þetta séu þaratöflur gefur það kannski til kynna.

Eftir þennan mánaðarkúr þá fann ég lítinn sem engan mun á hárlosi hjá mér en hinsvegar fann ég fyrir ágætum kippi í hárvexti. Ég tók ekki eftir miklum breytingum á hárvexti á höfðinu en öll önnur hár á líkamanum hvort sem þau voru undir höndunum eða löppunum uxu töluvert hraðar en vanalega. Það gefur kannski til kynna að þetta gerir eitthvað gagn þegar kemur að hárvexti þó svo að ég hafi persónulega ekki séð mikinn mun á síddinni á hárinu á höfðinu.

Ég held ég haldi ekki áfram að taka þetta inn til að vera alveg hreinskilin. Ástæðan er einfaldlega sú að ég nenni því ekki og mér finnst frekar mikið bögg að þurfa alltaf að vera endalaust að raka á mér lappirnar því að hárin þar vaxa svo hratt! ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.