Handadekur frá Essie

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

TODAY’S-SPECIAL-1

Ég tók heldur betur handadekur á föstudaginn eftir síðasta prófið mitt og áttu hendurnar það svo sannarlega skilið eftir öll glósuskrifin undanfarnar vikur. Essie merkið er nýkomið til landsins og finnst mér ólíklegt að það hafi farið framhjá nokkrum manni en það vita kannski ekki allir að Essie er ekki bara með naglalökk :)

Ég byrjaði handadekrið á því að skrúbba hendurnar mínar alveg í drasl með þessum Starter Scrub frá Essie. Ég átti án djóks í erfiðleikum með að hætta að skrúbba mér fannst þetta svo þægilegt. Ég skil ekkert í mér að hafa aldrei átt handskrúbb áður því mér fannst þetta alveg æði. Það er mjög mild lykt af skrúbbnum og kornin í honum eru í grófari kantinum. Þegar ég skolaði skrúbbinn af þá fannst mér eins og það væru farnar að myndast litlar rauðar doppur á handabakið mitt og ég hristi bara hausinn því ég hélt ég væri með ofnæmi fyrir honum. Það lagaðist þó og doppurnar hurfu sem betur fer um leið og ég bar á mig handáburðinn svo ég á eftir að nota þennan mikið!

Eftir gott skrúbb bar ég vel af handáburðinum Many Many Mani á hendurnar mínar og nuddaði honum vel inn í húðina. Handáburðurinn hentar mjög vel ef það á að næra hendurnar aðeins áður en naglalakkið er sett á því hann er mjög léttur og smýgur því fljótt inn í húðina. Það er sama lykt af handáburðinum og er af skrúbbnum þannig að maður er ekkert að blanda saman mismunandi lyktum þegar bæði er notaði í einu. Ég persónulega þoli ekki að blanda saman hinum og þessum lyktum þar sem ég fæ mjög oft hausverk af því svo þetta fær stóran plús í kladdann hjá mér :)

120

Eftir þetta dekurkombó voru hendurnar orðnar silkimjúkar og þessi tvenna fær sko góð meðmæli frá mér ef þið viljið gera vel við ykkur. Ég toppaði síðan dekrið að sjálfsögðu með því að láta Essie lakk á neglurnar og ætla ég að sýna ykkur það í „Neglur vikunnar“ seinna í vikunni þar sem ég er aðeins að prófa endinguna á því :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
TAX FREE óskalistinn
Ég er svo mikið að reyna að halda aftur af mér á Tax Free í Hagkaup núna en mig langar svo mikið að kaupa mér eitthvað til að bæta í sístækkandi ...
powered by RelatedPosts