Grammy förðun Beyoncé: Sýnikennsla

Þessi færsla átti náttúrulega að vera komin inn á síðuna fyrir lööööngu enda Grammy verðlaunin afhent síðasta mánudag! Ég er bara búin að eiga ömurlega síðustu daga þar sem ég hef verið gjörsamlega út úr heiminum með verstu ælupest sem ég hef nokkurn tíman fengið! Ég vona svo innilega að það séu ekki margir í sömu stöðu núna því þetta var hreinn og beinn viðbjóður! :(

05

Drottningin sjálf Beyoncé afhendi verðlaun á hátíðinni síðasta mánudag og var stórglæsileg að vanda. Mér fannst reyndar kjóllinn hennar frekar sérstakur og ekki alveg fyrir minn smekk en förðunin… ómæ ómæ! Beyoncé hefur verið að skarta rósagylltum augnförðunum mikið upp á síðkastið eins og þið förðunarperrarnir tókuð eflaust eftir á Super Bowl svo mér fannst kjörið tækifæri til að nota nýju Blushed Nudes pallettuna mína sem ég sýndi ykkur HÉR um daginn til að útbúa sýnikennslu af förðuninni sem drottningin skartaði á Grammy sviðinu.

Ég prófaði að vera rosa frumleg með sýnkennsluaðferðina í þessari færslu því í einhverju veikindamóki datt mér í hug að taka kennsluna upp á gif myndir til að sýna ykkur nákvæmlega hvað gera skal skref fyrir skref til að ná þessu rósagullfallega lúkki. Vonandi er það bara skemmtilegt! :)

_MG_0571

Ég byrjaði á því að setja á mig andlitið eins og alltaf og grunnaði augnlokið á mér með Painterly Paint Pot frá MAC. Ég setti grunninn svo með Heaven augnskugganum úr Natural Matte pallettunni frá Too Faced. Næst tek ég matta litinn úr Blushed Nudes pallettunni frá Maybelline á „fluffy“ bursta.

Bey1

Matta litinn dreg ég svo fram og tilbaka í glóbuslínunni. Ég bygg litinn svolítið upp því eins og þið sjáið nær liturinn frekar langt upp á augabrúnabeinið hjá Beyoncé. Þegar þið eruð farin að sjá skýr bleik skil í glóbuslínunni getið þið haldið áfram í næsta skref.

Bey2

Með sama matta litnum á minni bursta tylli ég honum yst á augnlokið og byggi hann upp þar alveg eins og ég gerði í glóbuslínunni. Passið hér að engin skil myndist á milli litsins í glóbuslínunni og þess sem er yst á augnlokinu.

_MG_0662

Í sömu pallettu og með sama bursta tek ég þennan fallega antíkbleika lit. Hér gætuð þið bleytt burstann ykkar með smá Fix+ til að hafa litinn sterkari en ég kaus að gera það ekki þar sem litirnir hjá Beyoncé eru allir frekar mjúkir.

Bey3

Þessum lit tylli ég yst á augnlokið og dreg fram og tilbaka alveg að miðju augnloksins. Þennan lit þurfið þið að byggja svolítið upp en hann mun koma til með að skapa meiri dýpt og auka skygginguna.

_MG_0716

Næst tek ég Color Tattoo kremaugnskuggan frá Maybelline í litnum Eternal Gold. Ég nota bara puttana í næstu skref svo passið ykkur að taka ekki of mikið af vörunni upp í einu.

Bey4

Augnskugganum dumpa ég á innri helming augnloksins, alveg þar til ég kem að skilunum að hinum augnskuggunum. Passið ykkur að fara ekki of mikið yfir skilin en það er í lagi að fara örlítið yfir þau til að blanda allt vel út. Ég setti ekki mikið af þessum gyllta kremskugga en eins og þið sjáið á Beyoncé þá hefur augnskuggi hennar smá gylltan blæ.

_MG_0737

Næst tek ég lit númer tvö í efstu röð Blushed Nudes pallettunar en þetta er ljósbleikur sanseraður augnskuggi. Ég tek þennan einnig á puttana eins og ég gerði við Color Tattoo augnskuggann og endurtek sömu hreyfingar og voru á myndinni hér fyrir ofan. Þessi litur fer sem sagt yfir þann gyllta.

_MG_0752

Að lokum tek ég þennan hérna augnskugga frá Colour Pop sem heitir Tassle. Þessi augnskuggi inniheldur hvítar/glærar glimmeragnir sem eru í mismunandi stærðum og er alveg ótrúlega fallegur til að setja yfir aðra augnskugga eða til að birta yfir innri augnkrók. Ég geri nákvæmlega það sama við þennan og ég gerði við hina tvo og ber létt af honum yfir innri augnlokið með fingrinum. Ólíkt hinum tveimur set ég örlítið af þessum í innri augnkrókinn líka.

_MG_0768

Beyoncé notaði stök gerviaugnhár fyrir Grammy verðlaunahátíðina en ég var ómögulega að nenna því nýstigin upp úr pestinni svo ég notaði bara uppáhaldsmaskarann minn í staðinn sem lætur reyndar augnhárin mín líta svolítið út fyrir að vera gervi. Þetta er maskarinn Lash Sensational frá Maybelline. Á þessum tímapunkti fattaði ég að þetta var orðið svolítð Maybelline-legt lúkk hjá mér en það er bara gaman :)

_MG_0802

Sanseraðar og glansandi varir settu síðan punktinn yfir i-ið hjá vinkonu minni svo ég ákvað að blanda saman einni glimerbombu og annarri glansbombu til að ná sömu áhrifum. Ef þið eigið eitthvað sem er líkara varaglossinum hennar Queen B þá getið þið að sjálfsögðu notað það! Glossið sem ég notaði er frá Smashbox og er í litnum Jewl en varasalvinn er Baby Lips Crystal frá Maybelline í litnum Pink Quartz (fæst ekki á Íslandi).

Bey6

Ég byrjaði á því að bera á mig Baby Lips varasalvann og setti síðan gyllta glossið frá Smashbox yfir.

_MG_0911

Og þar hafið þið það, mín útgáfa af þessu flotta lúkki frá förðunarartista Beyoncé! :) Mér finnst þetta ótrúlega fallegt og rómatískt lúkk og þá sérstaklega ef þið parið það saman við ljómandi húð og rósaðan kinnalit.

Vonandi höfðuð þið gaman af þessari færslu því mér fannst alveg vandræðalega skemmtilegt að búa hana til! Ég er búin að vera svo rosalega léleg að taka upp myndbönd síðastliðna mánuði svo þessi gif eru fínn millivegur. Ég er líka loksins búin að setja upp stúdíóljósin mín heima svo ég get farið að taka almennilegar sýnikennslumyndir. Þetta er allt að smella saman!

Ef þið höfðuð gaman af þessari færslu og viljið sjá fleiri svona sýnikennslur þá skuluð þið eins og alltaf ekki hika við að hafa samband við mig! Þið getið sett í athugasemdir hér fyrir neðan hvaða lúkk þið mynduð vilja sjá eða þá sent mér beiðni á snapchat (@rannveigbelle) eða í email :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts