GLOWSETTER fyrir þig og vin/konu!

Færslan er unnin í samstarfi við Glamglow

Það er svo dásamlegt að fá loksins upp í hendurnar eitthvað sem maður er búinn að vera svona svakalega spenntur fyrir lengi! Það er þó enn dásamlegra að fá að deila gleðinni með tryggum fylgjendum en ég kem betur inn á það í enda færslunnar ;) Ég er mikið búin að fylgjast með öllum stóru bjútí nöfnunum á Youtube nota nýja Glowgetter setting spreyið frá Glamglow og núna er það loksins komið til landsins! Spreyið kemur í þessum tjúlluðu bleiku umbúðum sem minna óneytanlega á Glamglow en hver flaska inniheldur 110 ml af vöru. Spreyið sjálft á að henta hvaða húðtegund sem er og á, eins og nafnið gefur til kynna að gefa andlitinu ljómandi yfirbragð. Spreyið er notað yfir farða til að festa hann eða til að fríska upp á förðunina yfir daginn.

Ólíkt öðrum setting spreyjum sem ég hef prófað þá hefur þetta frekar sæta lykt. Lyktin minnir mig pínu á lyktina af rakamaskanum frá Glamglow en hann og spreyið lykta hálfpartinn eins og karamella. Lyktin er alveg svakalega góð en ef það er eitthvað sem ég elska við spreyið þá er það úðinn! Oft á tíðum getur nefnilega setting spreyið sjálft alveg verið gott en flaskan sem spreyið er í alveg hörmuleg. Það er ekki raunin með þetta sprey frá Glamglow. Úðinn sem kemur þegar spreyjað er úr flöskunni er fáránlega fíngerður og ég held barasta að ekkert sprey sem ég hef átt úði jafn fíngerðum úða. Það er líka búið að vera umtalað á Youtube hvað úðinn úr flöskunni er góður og ég verð barasta að vera sammála því. Ég mun allavega aldrei tíma að henda þessari flösku þegar spreyið er búið heldur mun ég fylla hana af einhverjum spreyjum sem ég á nú þegar bara til að geta notað þennan fína úða!

Spreyið lífgar svo sannarlega upp á förðunina og gefur henni ljómandi yfirbragð. Spreyið segist líka vera rakagefandi sem er rétt af minni hálfu svo það gerir það sem það segist ætla að gera. Þetta er líka klárlega það sprey sem ég á sem gefur mér hvað mestan ljóma! Það minnir mig pínu á Tatcha Dewy Skin Mist spreyið (án þess að ég þori að fullyrða það 100%) svo ef þið viljið sprey sem gefur húðinni mikinn ljóma þá er þetta sprey sem þið ættuð klárlega að kíkja á. 

Og þá þegar ég er aðeins búin að fara yfir spreyið sjálft langar mig að setja af stað leik þar sem ég ásamt Glamglow á Íslandi ætlum að gefa tveimur heppnum einstaklingum sprey!!! :D Skrollið til að komast að því hvernig þið getið tekið þátt.

Til þess að geta átt séns á því að eignast þetta sprey ykkur að kostnaðarlausu þarf einungis að fara inn á Instagramið mitt (@rannveigbelle) og finna fyrstu myndina en hún er einmitt af spreyinu. Þar getið þið séð allar frekari upplýsingar um hvernig þið komist í pottinn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég gleð fylgjendur mína á Instagram með svona gjafaleik og ég hef á tilfinningunni að þetta muni ekki vera í síðasta skiptið svo endilega takið þátt og fylgið mér þar ;) 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er unnin í samstarfi við Glamglow

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts