Glamglow Minis

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Það er ekkert sem hressir húðina mína jafn mikið og góður maski. Þessar tíu mínútur þegar ég er með maskann á mér reyni ég að nýta í algjöra slökun, til að hreinsa hugsan frá vinnu og öðru og hlaða batteríin. Svo er ekki verra að húðin fái endurhleðslu í leiðinni ;) Nýlega kom á markað hér heima minni útgáfur af Glamglow möskunum sem eru alveg tilvaldir á svo margan hátt. Það er þá til dæmis hægt að kaupa minni gerðina áður til að prófa maskann og ef hann virkar vel þá er hægt að fjárfesta í stærri stærðinni. Síðan er þessi stærð af möskum líka fullkomin í ferðatöskuna í sumar því að húðin fer svo sannarlega ekki í frí þó að hugurinn geri það :)

Ég á þrjár típur af möskum í minni stærðinni og mig langaði að segja ykkur aðeins frá hverjum og einum þeirra og hvað þeir gera fyrir húðina.

Fyrstur er svarti upprunalegi maskinn frá Glamglow sem byrjaði allt þetta Glamglow ævintýri. Þennan á ég í stærri stærð svo ég er ekki ennþá búin að opna þennan litla því ég er að spara hann :) Svarti maskinn heitir Youthmud og á að vera „facial“ í krukku. Maskinn hreinsar í burtu dauðar húðfrumur, sléttir úr húðinni og gefur henni heilbrigðan ljóma.

Í maskanum sjálfum er að finna fíngerð korn ásamt telaufum sem sjá til þess að maskinn geri það sem hann segist ætla að gera.

Næstur er það Powermud sem er rosalega sterkur hreinsimaski. Þessi er það sterkur að ég myndi alls ekki mæla með að setja hann á húðina um leið og þið komið úr sturtu heldur leyfið húðinni að loka sér alveg áður. Ég hef brent mig á einmitt þessu og það var ekki þægilegt! Svo notið maskann rétt ;)

Maskinn inniheldur svokallaða mud to oil tækni sem að djúphreinsar húðina og hreinsar hana af öllum óhreinindum.

Síðast en ekki síst er það Thirstymud! Þessi maski er ekkert annað en himnaríki í krukku. Maskinn stútfyllir húðina af raka en það er bæði hægt að setja lag af honum á húðina til að taka af eftir nokkrar mínútur en einnig er hægt að setja þunnt lag af honum á húðina og skilja hann þar eftir yfir nótt.

Maskinn ilmar eins og bland af karamellu og kókos og hann lítur líka bara út eins og þétt dulce de leche karamella sem manni langar eiginlega bara að borða frekar en að smyrja á andlitið.

Mér finnst rosalega sniðugt að geta keypt maskana frá Glamglow í minni umbúðum því þá get ég líka leyft mér að prófa fleiri gerðir af möskunum án þess að kaupa stóru stærðina. Algjör snilld og svo eru þeir líka bara svo krúttaðir!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

2 Comments

 1. Avatar
  Dagný
  09/06/2017 / 19:47

  Hvar fær maður þessa maska ?

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   09/06/2017 / 21:10

   Ég veit fyrir víst að þeir eru komnir í Snyrtibudduna í Lyf og Heilsu en Glamglow fæst líka í Hagkaup :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
Sílikonspaði fyrir maska
Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn - eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á "...
Húðhreinsunin mín í nýju landi + Nýi svampurinn frá RT
Fyrir ykkur sem hafið ekki komið til Danmerkur áður þá er rakinn hérna alveg svakalegur. Mér fannst eins og ég hafi labbað á vegg þegar ég ko...
powered by RelatedPosts