Glamglow gleði!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-1

Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá er Glamglow komið til landsins! Ég sýndi ykkur frá því á Snapchat (rannveigbelle) þegar ég fór í kynningarteitið hjá merkinu og mig langaði svona fyrst það er Tax Free í Hagkaup þessa helgina að segja ykkur aðeins betur frá merkinu sjálfu og fara létt yfir vörurnar sem leyndust í pakkanum sem ég fékk á kynningunni. 

Ætli ég byrji ekki bara á því að fara stutt yfir sögu merkisins en eins og ég hafið þið eflaust tekið eitthvað eftir því á Youtube þar sem það hefur verið mjög áberandi hjá hinum ýmsu bjútí-gúrúum undanfarið. Þó ég hafi séð mikið fjallað um merkið vissi ég samt ekkert um sögu þess áður en ég fór á þessa kynningu svo það er gaman að geta deilt henni með ykkur hérna inni :) Glamglow er sem sagt tiltölulega ungt merki en það kom ekki til sögunnar fyrr en árið 2010 en þá var varan hjá þeim einungis ein og einungis í boði fyrir fagmenn innan snyrtigeirans í Hollywood. Það var svo árið 2011 sem að Glamglow setti sína fyrstu vöruna á almennan markað en það var einmitt Youthmud maskinn sem þið getið séð hér aðeins fyrir neðan :) Það voru hjónin Glenn og Shannon Dellimore sem að stofnuðu Glamglow og hönnuðu sérstaklega formúluna í þessum fyrsta maska en sagan segir að hann hafi tekið þá sem fengu að prófa hann algjörlega með trompi og því hafi þau ákveðið að setja hann í almenna sölu. Til að gera langa sögu stutta þá stækkaði merkið óðum, fleiri maskar og vörur bættust í hópinn og árið 2015 keypti Estée Lauder merkið.

untitled-1-2

untitled-7

untitled-9

Fyrsta varan sem ég fékk til að prófa var maskinn sem að startaði þessu öllu saman en það er Youthmud maskinn. Nú er ég kannski ekki beint í þeim aldurshóp sem maskinn á að virka hvað best á þar sem ég er ekki komin með fínar línur en ásamt því að draga úr þeim á hann að veita húðinni mikinn ljóma, slétta hana og djúphreinsa. Ég kemst því upp með að nota hann þrátt fyrir hrukkuleysið ;) Maskinn inniheldur meðal annars fín öskukorn sem sjá um að skrúbba húðina þegar þú nuddar maskanum á þig, bergfléttu sem á að tóna og spenna húðina, franskan sjávarleir sem sér um að hreinsa hana og græn telauf sem sjá um að auka súrefnisflæðið til húðarinnar. Þetta eru allt svakalega miklar lýsingar og ég veit ekki hvort þetta séu bara flottheit eða hvað en fyrir mína parta þá finnst mér maskinn lykta rosalega vel og hann hefur birt yfir húðinni minni eftir notkun sem og hreinsað hana vel. Ég hugsa að bæði skrúbburinn og telaufin hafa séð til þess. Maskinn stingur smá þegar maður setur hann á sig en um leið og hann þornar minnkar sú tilfinning og maður bókstaflega finnur hann strekkja á húðinni. Alltaf þegar að einhver maski stingur smá þá er hann að gera eitthvað af viti, það er allavega mín reynsla!

untitled-3

untitled-4

untitled-8

Ég er svo orðin algjörlega ástfangin af þessum Powercleanse andlitshreinsi! Hreinsirinn er tvískiptur en á toppnum á flöskunni getið þið séð tvær pumpur. Öðru megin í flöskunni er hreinsir sem inniheldur leir og hinumegin er hreinsir sem inniheldur olíu. Ég pumpa alltaf fleiri pumpum af leirnum í lófann en af olíunni til að aðlaga hreinsunina að minni húð. Hreinsinn ber ég svo á allt andlitið, leyfi honum að liggja þar í nokkrar sekúndur og nudda honum svo inn í húðina með Foreo Luna hreinsiburstanum mínum. Það virkar nefnilega mjög vel að nota þennan hreinsi með andlitsbursta því hann freyðir rosalega mikið. Það að hreinsir freyðir lætur mig alltaf líða eins og hann sé að gera eitthvað gagn svo ég fíla það.

untitled-10

untitled-11

untitled-12

Þriðja varan sem ég fékk er svo þessi Plumprageous Matte Lip Treatment. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki prófað þetta af einhverju viti en mig langaði nú samt að leyfa þessu að fljóta með í færsluna svo þið getið séð þetta betur á myndum :)

Annars er ég mjög ánægð með þessar tvær vörur sem ég hef verið að prófa stöðugt frá því ég fékk þær en ég hlakka mikið til að prófa þær ennþá meira og sjá langtímaáhrifin af þeim. Það er svo aldrei að vita hvort Belle gefi nokkrum heppnum einstaklingum Glamglow maska á næstunni… *hint* *hint*. Fylgist með!❤️

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Sílikonspaði fyrir maska
Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn - eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á "...
Elsku Sonic!
Þegar ég sá að Glamglow var að gefa út Sonic maska gat ég ekki annað en nælt mér í eintak! Innri Dreamcast nördinn í mér fékk að ráða ferðinn...
powered by RelatedPosts