4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Glam Joker

lagad

Vá hvað þetta lúkk endaði ekki eins og ég hafði ætlað mér! Ég settist niður til að gera eitthvað lítið lúkk með nýju Star Trek vörunum frá MAC til að sýna ykkur þær aðeins betur… en það endaði svo sannarlega ekki svoleiðis. Þetta er samt það sem ég elska við förðun! Maður veit aldrei hvar ferlið endar þegar maður sest niður við snyrtiborðið :D Úr þessu litla lúkki sem ég ætlaði að gera endaði ég að að gera þetta ekki litla „Glam Joker“ lúkk. Svona fyrir þá sem eru komnir með nóg af Harley Quinn þá er þetta annar snúningur á Suicide Squad liðinu fyrir hrekkjavöku ;) Ég er búin að sjá svo marga snillinga gera tjúllaðislega flottar hrekkjavökufarðanir með latexi og öllu tilheyrandi og ég tek svo sannarlega hattinn ofan fyrir þeim enda eru þetta mörg hver algjör listaverk! Þetta lúkk hjá mér er meira svona „last minute ég veit ekkert hvað ég á að vera um helgina“ lúkk sem vonandi einhverjir geta nýtt sér :)

blabla

Í lúkkið notaði ég nýju Brights pallettuna mína frá NYX sem voru klárlega ein bestu snyrtivörukaup sem ég hef gert á ævi minni, en ég hreinlega elska hana! Ég notaði dekksta græna litinn úr henni og dekksta fjólubláa litinn til að skapa augnförðunina en áður en ég gerði það setti ég NYX Jumbo Eye pencil-inn í litnum Black Bean yfir allt augnlokið og dreifði vel úr honum. Ofan á hann setti ég svo græna litinn og blandaði honum saman við þennan svarta til að dekkja tóninn aðeins. Yst í glóbusinn setti ég svo fjólubláa litinn en eftir það gerði ég svo nákvæmlega það sama meðfram neðri augnháralínunni.

_mg_4718-2-copsfsy

Í vatnslínuna setti ég svo þennan sjúka fjólubláa eyeliner frá Colour Pop sem tók lúkkið alveg upp á annað stig. Ég skellti svo varalit á varirnar sem er einnig frá Colour Pop og er nákvæmlega eins á litinn og eyelinerinn. Til að toppa lúkkið skyggði ég andlitið mitt alveg í ræmur með NYX Contour pallettunni – því meira því betra!

lokudekkilogo

Vörurnar sem ég notaði
Augu:
NYX, Jumbo Eye Pencil í litnum Black Bean, NYX Ultimate Eye Palette í litnum Brights, Colour Pop Creme Gel Colour í itnum Piggy Bank , L’Oréal Telescopic maskari. 
Augabrúnir:
Lavere Eyebrow styling gel í litnum Hazel Blonde, Elf Clear Brow and Lash Mascara.
Andlit:
L’oréal Infallible 24-hour Matte farði í litnum Porcelain, NYX Highlight & Contour Pro pallettan.
Varir:
Colour Pop Lippie Stix í litnum Grind.
Síðan myndi ekki skemma fyrir að spreyja hárið grænt til að komast í hinn sanna jóker karakter… bara ekki taka hann alla leið í guðanna bænum! ;) 
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts