4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Gigi Hadid förðun: Sýnikennsla

Þegar ég sá þessa förðun á Instagram vissi ég að ég yrði að reyna að leika hana eftir! Þetta er bara ein töffaðasta förðun sem ég hef séð í langan tíma og smellur beint inn í rauða augnskugga trendið sem ég fjallaði um hér um daginn. Förðunarfræðingurinn Patrick Ta sá um förðun Gigi þetta kvöld en Gigi er eins og kannski margir vita Maybelline stúlka svo það kom ekki á óvart að Patrick notaði tvær vörur frá þeim til að búa til sérsniðinn augnskuggalit fyrir hana. Patrick blandaði saman Color Tattoo Pigmenti frá Maybelline í litunum Pink Rebel og Improper Copper til að búa til þennan æðislega vínrauða lit.

Þar sem þessi pigment fást ekki enn hérna heima ákvað ég að fara aðra leið og kaupa mér rauðan augnskugga til að gera aðeins dramatískari útgáfu af lúkkinu hennar Gigi.

Áður en ég byrjaði á augnförðuninni farðaði ég andlit mitt með þessum vörum sem þið sjáið á myndinni. Ég lagði mikla áherslu á ljómandi húð enda geislar Gigi alveg á myndunum svo ég blandaði smá Primer olíu frá Smashbox við meikið mitt og setti svo farðann með ljómapúðri frá Elf. Næst notaði ég ljómandi kinnalit frá Lavera, setti smá lit í andlitið með sólarpúðri frá Dior og ljómaði svo andlit mitt í drasl með Mary Luminizer. Hér er nákvæmur listi af vörunum sem ég notaði:

Smashbox Photo Finish Primer Oil

Bobbi Brown Intensive skin Serum Foundation

Elf Ambient Pallette

Lavera So Fresh Mineral Rouge Powder í litnum Charming Rose

Diorskin Nude Tan Matte í litnum 002

The Manizer Sisters

En þá að augnförðuninni. Ég byrjaði að sjálfsögðu á því að grunna augnlokin en eins og alltaf notaði ég MAC Painterly Paint Pot og setti hann með Heaven litnum úr Natural Matte pallettunni frá Too Faced.

Eftir að hafa grunnað augnlokin tók ég litinn Frappe frá Makeup Geek og stóran „fluffy“ augnskuggabursta. Ég setti litinn í glóbuslínuna og nuddaði burstanum þar fram og tilbaka. Þegar ég kom út að enda augnloksins dró ég litinn út í smá væng. Ég veit að Makeup Geek fæst ekki hérna heima (því miður!) en Frappe er hlýtóna ljósbrúnn litur svo ef þið eigið einhvern svipaðan getið þið notað hann.

Næst tek ég litinn Coco Bear sem er einnig frá Makeup Geek. Sá litur er hlýtóna dökkbrúnn með rústrauðum undirtónum. Ég tyllti þessum lit yst á augnlokið og dró hann út í væng líkt og ég hafði gert með Frappe. Næst tyllti ég litnum innst á augnlokið og dró hann í litla brú á milli innri og ytri parts augnloksins og skildi miðjuna eftir auða. Þetta skapar smá „Halo-effect“ en í verkið notaði ég „fluffy“ bursta frá Lindex sem er fullkominn fyrir svoleiðis augnfarðanir.

Þá er komið að aðalstjörnunni. Þetta er liturinn Complete frá Hot Makeup sem er nýkominn í sölu hjá Fotia.is. Ég rauk og keypti þennan sérstaklega fyrir þessa sýnikennslu og sé svo sannarlega ekki eftir því! Hafið samt í huga að liturinn virðist vera aðeins ljósari á þessum myndum en hann er í raun dekkri í eigin persónu. Með sama Lindex bursta og ég notaði í Coco Bear tek ég þennan lit og ber hann á allt augnlokið. Ég dreg þennan einnig í smá væng þegar ég kem yst á augnlokið.

Til að dekkja aðeins ytri part augnloksins tek ég litinn Sumatra frá Smashbox en þetta er hlutlaus dökkbrúnn litur sem er hvorki kaldtóna né hlýtóna. Með sama bursta tylli ég þessum yst á augnlokið og dekki aðeins vænginn sem ég er búin að búa til. Þetta gefur förðuninni enn meiri dýpt.

Meðfram neðri augnháralínunni endurtek ég síðan ferlið sem ég hef lýst hérna fyrir ofan svo að augnskugginn þar spegli augnskuggann á augnlokinu.

_MG_2126

Til að ljúka augnförðunninni tek ég  Foiled augnskuggann In the Spotlight frá Makeup Geek og set smá af honum á mitt augnlokið og blanda honum út með rauða augnskugganum sem við notuðum áðan. Þennan lit nota ég einnig í innri augnkrók til að birta yfir förðuninni. Eftir þetta tek ég Créme Gel Liner í litnum Over Board frá Colour Pop og set hann meðfram neðri og efri vatnslínunni.

Augnhárin hennar Gigi voru mjög náttúruleg í þessari förðun svo ég ákvað að nota ekki gerviaugnhár heldur gera bara sem mest úr mínum eigin augnhárum. Ég notaði fyrst maskaragrunninn Falsh Lash Maximizer frá MAC og síðan Lash Sensational maskarann frá Maybelline. Ég hafði ekki mikla trú á þessum primer frá MAC en hann kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fór að fá athugasemdir um hvað ég væri komin með löng augnhár. Ég mun því líklegast prófa hann eitthvað áfram og fjalla um hann hér síðar ef mér heldur áfram að lítast vel á :)

Þegar augnförðunin er svona ýkt er fallegt að vera með hlutlausan varalit en það er einmitt það sem Gigi gerði og ég hermdi eftir. Ég notaði varalitinn Choker frá Colour Pop sem er einstaklega fallegur.

_MG_2190

Og hér sjáið þið svo lokalúkkið!

_MG_2205

Ég er ekki alveg búin að fínstilla ljósin mín svo augnförðunin lítur svolítið öðruvísi út hér en hún gerði í eigin persónu en þá var hún töluvert dekkri og líkari förðuninni hennar Gigi. Ég var því mjög sátt með útkomuna :)

Næst á dagskrá samt – stilla ljósin betur! 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

 1. Avatar
  Bryndís Björt
  08/03/2016 / 20:32

  Vá!! Sjúklega flott!

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   08/03/2016 / 21:17

   ?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts