4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Geislandi um hátíðarnar

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-2-4

Núna þegar hátíðarfarðanirnar hjá mér eru komnar á flug þá langaði mig að sýna ykkur tvennar nýjungar frá MAC sem munu svo sannarlega sjá til þess að húðin mín ljómi um hátíðarnar. In the Spotlight er ný lína frá MAC sem er nýkomin í verslanir hér heima og samanstendur af burstum, fjórum nýjum litum af Strobe kreminu (ásamt því upprunalega) og fjórum gullfallegum ljómapúðrum.

untitled-4-4

Ég veit ekki með ykkur en ég er búin að vera ástfangin af Strobe kreminu frá MAC í mörg ár. Ég hoppaði því nánast hæð mína þegar ég sá að það væru að koma fleiri litir af því. Upprunalega Strobe kremið heitir núna Pinklite en liturinn sem ég fékk til að prófa heitir Redlite og er ekki síður fallegur! Hann er bleiktónaðri en Pinklite sem hentar mínum húðlit einstaklega vel. Strobe kremin er hægt að nota ein og sér til að gefa húðinni heilbrigt og ljómandi yfirbragð eða þá til að blanda við farða eða setja undir farðann. Einnig er hægt að nota kremið sem ljóma beint á kinnbeinin þannig ég hvet ykkur til að prófa ykkur áfram með það til að finna hvernig þið fílið best að nota það.

untitled-3-4

Ljómapúðrin sem eru í línunni eru Extra Dimension Skinfinish sem þýðir að áferðin á þeim er extra mjúk. Ég er með litinn Beaming Blush sem er nánast lithverfur en hann er alveg gullitaður þegar horft er beint á hann en sé honum snúið verður hann bleikur á litinn. Liturinn er of dökkur fyrir minn húðlit til að nota sem eiginlegt ljómapúður en það er brjálæðislega fallegt að nota þennan sem kinnalita-toppara (blush topper)! Þá set ég á mig kinnalit eins og venjulega og legg svo þennan lit ofan á litinn og dreg hann rétt upp á kinnbeinin. Þá þarf ég ekki að setja á mig meiri ljóma þar sem kinnarnar ljóma á ótrúlega náttúrulegan og fallegan máta. Það er að sjálfsögðu hægt að ýkja ljómann með því að setja meira af honum á sig en mér finnst fallegast að nota hann í þetta :) Mig langar líka í Skin Frost púðrið úr línunni sem ég myndi nota sem ljóma beint á kinnbeinin, hann er ljósari og æðislega fallegur.

untitled-1-3

Virkilega falleg lína sem mun fá mann til að geisla út í geim um hátíðarnar en línan verður varanleg í MAC svo það verður ekki erfitt að nálgast vörurnar :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
powered by RelatedPosts