4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Garnier VS. Bioderma

Vörurnar í færslunni eru sýnishorn og í einkaeigu

HEIMAGERT
Þessi færsla er sko heldur betur búin að vera lengi á leiðinni, enda heil öld frá því fyrsta VS. færslan leit dagsins ljós hér á síðunni. Ég ætlaði mér að birta þessa færslu síðasta sumar (enda myndin tekin í sumar) en ég var ekki alveg nógu tilbúin til þess og leyfði mér því að prófa vörurnar frekar út í ystu æsar. Hreinsivötnin frá Garnier og Bioderma hafa því verið í prófun hjá mér í marga mánuði og loksins finnst mér ég nógu tilbúin til að segja ykkur almennilega frá muninum á þeim og hvort mér fannst annað áberandi betra en hitt.

Fyrst langaði mig að fara aðeins yfir það hvað Micellar hreinsivötn eru yfirhöfuð svo að það sé nokkurn veginn á hreinu áður en ég fer betur yfir hvert og eitt. Það er frekar erfitt að útskýra hvað Micellar hreinsivötn eru þar sem þau falla ekki undir neinn ákveðinn flokk húðhreinsunarvara. Vatnið er ekki tóner og ekki þetta típíska hreinsivatn eða mjólk en samt hreinsar það allan farða af andlitinu auðveldlega. Hreinsivatnið dregur nafn sitt af Micellum sem finnast í vatninu en það eru pínulitlar mólekúlur sem sjá um að brjóta niður farða og önnur óhreinindi á andlitinu án erfiðleika. Grunnhugsunin á bakvið hreinsivatnið er að vekja sömu tilfinningu og þú færð þegar þú þværð andlitið með hreinu vatni úr krananum. Það er sem sagt ekki eins og þú sért að bera á þig þennan týpíska hreinsi þegar þú notar vatnið og það er þessi eiginleiki sem gerir Micellar hreinsivötn sérstaklega hentug fyrir viðkvæma húð þar sem það hvorki ertir né þurrkar hana. Þessi vötn hafa lengi verið vinsæl í Frakklandi og þá sérstaklega Bioderma vatnið en nú er eins og fleiri merki séu að hoppa um borð í hreinsivatnalestina. Þar má helst nefna merki á borð við Nivea, L’oréal og Garnier, sem ég ætla sérstaklega að fjalla um hér.

Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er ég búin að vera að prófa bæði vötnin í rosalega langan tíma en ég hef klárað heila flösku af hvoru vatninu svo að ég tel mig vel geta sagt frá muninum á vörunum. Ég get samt með fullri alvöru slegið því fram að munurinn er ekki mikill.

Við skulum byrja á Bioderma vatninu. Vatnið frá Bioderma er án efa þekktasta hreinsivatnið í heiminum í dag og skil ég mjög vel hvers vegna svo er. Hreinsivatnið fer einstaklega vel með húðina og ég myndi segja að það væri örlítið mýkra en Garnier vatnið og hentar því viðkvæmri húð enn betur. Bioderma vatnið er nánast alveg lyktalaust sem mér finnst vera stór plús og það brýtur niður farða (og þá sérstaklega varalit) lygilega vel. Það þarf því ekki að hafa fyrir því að nudda farðann af andlitinu heldur nægir að strjúka yfir andlitið með bómullarskífu sem búið er að bleyta upp í með vatninu. Bioderma vatnið er ekki ódýrt ef það á að panta það heim til Íslands en ef þið eruð stödd erlendis þar sem auðvelt er að nálgast vatnið þá getið þið gert kostakjör. Ég keypti t.d. mitt úti í París og fékk 1 líter af hreinsivatni fyrir 16 evrur. Það gerir um 1100 krónur ein 500 ml flaska.

Garnier vatnið fæst hinsvegar hér heima og er mjög ódýrt. Þú færð 400 ml á verði sem er aðeins yfir 1000 kallinn ef ég man rétt. Garnier vatnið er ótrúlega svipað Bioderma vatninu og er sú ástæða ein og sér er nóg til að láta mig segja ykkur að kaupa bara Garnier vatnið ef að það er vesen að nálgast hitt. Garnier vatnið er nánast lyktalaust en mér finnst ég finna smá svona efna-lykt af því þegar ég byrja að bera það á húðina, ef þið skiljið hvað ég meina. Lyktin er samt svo ótrúlega lítil að maður finnur hana nánast ekki svo hún truflar mig lítið sem ekkert. Það er mjög auðvelt að ná farða af húðinni með vatninu en stundum finnst mér þó eins og farðinn liggi meira ofan á húðinni eftir að hafa notað það en smjúgi ekki jafn vel inn í bómullin og það gerir með Bioderma vatninu. Garnier vatnið nær líka varalit vel af vörunum þó að Bioderma gerir það aðeins betur.

Allt í allt þó er svo ótrúlega lítill munur á hreinsivötnunum að ég var nánast hætt við að birta þessa færslu. Ef þú kemst auðveldlega yfir Garnier hreinsivatnið þá myndi ég hiklaust kaupa það í staðin fyrir að standa í einhverri leit fyrir Bioderma hreinsivatnið. Ef þið hinsvegar getið auðveldlega nálgast Bioderma vatnið þá myndi ég frekar kaupa það því mér persónulega finnst það örlítið betra.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni eru sýnishorn og í einkaeigu

2 Comments

  1. Avatar
    Eva Suto
    18/01/2016 / 20:19

    Algjörlega sammála með þér, Rannveig! Glæsileg færsla ;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna
Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einu...
Bioderma: Gjafaleikur!
Ég bókstaflega iða af spenningi fyrir þessa færslu! Eins og ég var búin að lofa í "haul" myndbandinu ætlaði ég að vera með sér færslu tileinkaða ...
Sumarkrem
Þó að það sé ekki beint komið alvöru 2012 sumar hjá okkur hérna á þessu blessaða landi þá langaði mig samt að sýna ykkur þrjú uppáhaldskremin mín...
powered by RelatedPosts