3   45
3   40
1167   353
0   47
0   41
10   58
1   50
0   61
5   68
3   71

Fyrsta skipti í förðun og það hjá MAC!

Færslan er unnin í samstarfi við MAC

_mg_2684

_mg_2689

_mg_2668

_mg_2675

_mg_2665

_mg_2669

_mg_2708

Ég fékk æðislegt boð frá MAC um daginn þar sem þau buðu mér að koma í förðun til þeirra og sjá svona hvað þau hafa upp á að bjóða í þeim efnum. Ég þáði boðið að sjálfsögðu með þökkum en áður en ég fór hafði ég aldrei nokkurntíman farið í förðun hjá einhverjum öðrum en sjálfri mér. Það var því smá upplifun fyrir mig að láta bara einhvern annan taka stjórnina en það var hún yndislega Harpa sem tók á móti mér og farðaði mig líka svona meistaralega vel.

_mg_2768

Hér sjáið þið förðunina sem hún gerði á mig en ég bað um svona “rose-gold” smokey sem ég svo sannarlega fékk :) Maður fékk líka algjört sjálfstraustar-búst í leiðinni við að koma í heimsókn til þeirra í versluninni því frábæru stelpurnar þar voru sko ekkert að spara hrósin sem lét manni líða alveg rosalega vel þegar tíminn var búinn. Er það ekki annars þannig sem það á að vera?! Það finnst mér :)

Annars er MAC að bjóða upp á förðunarkennslu í því sem viðskiptavinir kjósa í þá 30, 60 eða 90 mínútur en viðskiptavinir fá svo í lok kennslunnar að velja sér vörur að andvirði hennar. Það er því algjör snilld að nýta sér þetta ef manni vantar eitthvað frá MAC eða ef maður er að byrja að læra að mála sig þar sem maður fær hvort eð er vörur fyrir sömu upphæð og kennslan kostar. 

Ég tók upp smá story þegar ég fór til þeirra svona til að sýna ykkur aðeins hvernig þetta gengur fyrir sig hjá þeim og hér fyrir neðan getið þið séð það. Myndbandið er kannski ekkert alltof langt hjá mér en vonandi gefur það ykkur smá hugmynd :)

Þar til næst! ❤️

Fylgja:
Share:
Færslan er unnin í samstarfi við MAC

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts