4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Fyrir þurrkupésa

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-1

Jæja þá get ég loksins skrifað um Origins vörurnar sem ég er búin að vera prófa núna í meira en mánuð! Ég vildi prófa vörurnar extra vel þar sem ég hef aldrei prófað neitt frá merkinu áður. Ég held samt svei mér þá að ég sé eina manneskjan á landinu sem hefur ekki prófað neitt frá Origins en núna er búið að kippa því í liðinn! ;) 

untitled-3

Fyrir þá sem ekki vita þá er Origins nýkomið í verslanir hér heima en ég var svo heppin að fá að prófa þrjár vörur frá merkinu. Mig langar að segja ykkur betur frá tveimur af þeim hér í þessari færslu sem gæti eiginlega ekki verið betur tímasett hjá mér þar sem kuldinn er aðeins farinn að bíta í kinnar og tími til kominn að taka fram rakabombur. Origins Make a Difference er lína sem að er einmitt ætluð til að fylla húðina af raka og endurnýja þurra og þreytta húð. Línan er ætluð öllum húðtýpum eða olímikilli, þurri eða venjulegri húð. Ég er sjálf með blandaða húð og nota því mest rakakremið sem þið sjáið hér á myndunum og heitir Make a Difference Plus+ Rejuvenating Moisturizer (reynið að segja það hratt þrisvar í röð!) á þau svæði sem ég er hvað þurrust á. Oftast er það á svæðinu undir augunum og á kinnunum. Hreinsimjólkina sem þið sjáið einnig á myndunum og heitir Make a Difference Rejuvenating Cleansing Milk nota ég hinsvegar á allt andlitið eftir að ég hef tekið farðann af mér. Mýkri hreinsimjólk held ég barasta að ég hafi aldrei prufað en hún er alveg yndisleg í notkun! 

untitled-2

Make a Difference línan inniheldur plöntu sem hefur oft fengið viðurnefnið „Risaeðluplantan“ en heitir í raun Rose of Jericho. Plantan getur lifað í miklum þurrk í fleiri fleiri tugi ára en lifnar alltaf aftur við um leið og hún kemst í raka. Það er því ekki að furða að hún skuli hafa verið notuð í þessa línu þar sem að plantan getur viðhaldið lífi sínu þrátt fyrir mörg ár af þurrki. Þetta er eitt af því sem mér finnst vera hvað áhugaverðast við Origins merkið. Hvert eitt og einasta innihaldsefni í vörunum hefur einhverjum tilgangi að þjóna en meira að segja ilmurinn er virkt efni sem að gerir eitthvað gagn annað en að gefa bara góða lykt. Ég er ekki frá því að þessar vörur hafa reddað húðinni minni sem var aðeins farin að skrælna upp en frá því að ég byrjaði að nota þær og þá sérstaklega kremið hef ég ekkert þurft að nota augnkrem og þá er sko mikið sagt þar sem það var áður nauðsynjavara í húðrútínu minni! Eftir þessa flottu reynslu af þeim vörum sem ég hef fengið að prófa er Origins óskalistinn orðinn nokkuð langur en efst á honum trónir Out of Trouble maskinn! Hann á víst að vera æðislegur til að setja á húðina ef hún er að brjótast út í bólum :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
powered by RelatedPosts