Fyrir alla sem elska METAL

Vöruna fékk ég að gjöf

Ég og pósturinn í Danmörku erum ekki vinir, við getum orðað það svoleiðis. Þessi palletta kom til landsins í lok nóvember en ég fékk hana ekki í hendurnar fyrr en í byrjun janúar þar sem hún var föst í póstinum og það þurfti að endursenda hana fram og tilbaka á milli landa. Ég veit ekki hversu mörg email ég þurfti að senda á þennan blessaða póst en ég komst þó allavega að því að Post Nord er ekki alveg með hlutina á hreinu. Geymi það því í kollinum næst. En þrátt fyrir allt þetta vesen og þrátt fyrir það að ég er næstum tveimur mánuðum of sein með umfjöllunina mína langaði mig nú samt að sýna ykkur fallegu In Your Element Metal pallettuna frá NYX Professional Makeup.

Pallettan er hluti af In Your Element línunni frá þeim sem kom í takmörkuðu upplagi en línan inniheldur sex mismunandi tegundir af pallettum sem allar eiga að tákna mismunandi„frumefni“. Palletturnar sex eru Metal (sem þið sjáið hér), Water, Wind, Earth, Air og Fire. Ég veit ekki hvort það sé góður eða slæmur hlutur að þetta þema og þessi heiti á pallettunum minna mig á myndina The Last Airbender en þið sem hafið séð hana skiljið eflaust hvers vegna ;)

Metal pallettan sem ég fékk inniheldur 12 fáránlega flotta liti sem eins og nafnið gefur til kynna hafa allir metal áferð. Sumir eru þó meira glimmeraðir en aðrir svo ég mæli með því að nota einhverskonar glimmerlím eða mixing medium með þeim litum en ég mæli sterklega með Multitasker Mixing Medium frá NYX Professional Makeup í þeim efnum því ég nota það alltaf. Ef þið eigið síðan Fix+ frá MAC eða eitthvað svipað því spreyi þá er einnig hægt að nota það til þess að bleyta aðeins upp í litunum. Þá verða augnskuggarnir ennþá litsterkari og það poppar aðeins upp á metal áferðina þeirra.

Hér getið þið síðan séð litaprufur af öllum litunum sem eru í pallettunni. Eins og þið sjáið eru engir mattir litir í pallettunni þannig að þessir litir eru ætlaðir til þess að krydda aðeins hvaða lúkk sem er. Annað hvort er hægt að nota þá eina og sér yfir augnlokið eða í innri augnkrók eða blanda þeim saman með þeim möttu augnskuggum sem þið eigið nú þegar.

Ég tók síðan upp stutta sýnikennslu með pallettunni sjálfri þar sem ég gerði fallegt og einfalt gyllt lúkk en ég ætla að reyna að klippa myndbandið til og birta það hér á morgun. Krossa putta og tær að það tekst! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna fékk ég að gjöf

2 Comments

 1. Avatar
  Laufey Óskarsdóttir
  24/01/2018 / 18:32

  Sá myndband í gær hjá þér á fb story og langar að spyrja hvaða pensil nafn og nr þú notaðir í clobuslínuna þar?

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   26/01/2018 / 14:40

   Alveg sjálfsagt! :) Förðunarburstinn sem ég notaði kemur úr Lancome Audacity in London pallettunni sem ég skrifaði um hér: http://www.belle.is/rannveig/hatidarpallettan-audacity-in-london/.

   Eftir minni bestu vitund fæst hann ekki stakur og ég er ekki viss um að pallettan fáist ennþá hérna heima en hún er ennþá til á netinu, t.d. hér: http://bit.ly/2Ecpzry :)

   Annars er sá bursti sem ég á sem kemur hvað næst þessum litli blöndunarburstinn úr Enhanced Eye settinu frá Real Techniques.

   Vonandi hjálpar þetta :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts