!Fyrir alla nude-ara!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er lína sem hitti því beint í mark hjá mér en Wild Nudes línan er loksins komin hingað til lands :D Það komu fjórir litir úr línunni í sölu hér á landi og ég ætla að kaupa mér backup af þeim – allavega af Wild Nude litnum, fallegri lit hef ég bara ekki séð.

Það kom mér meira að segja pínu á óvart því þegar ég sá hann fyrst í flöskunni því þá kippti ég mér ekkert sérstaklega upp við hann – fannst hann bara ósköp venjulegur. Þegar ég svo setti hann á mig var ekki aftur snúið og er þetta orðið uppáhalds naglalakkið mitt ever! Jebb ég ætla að vera svo gróf og segja það! Þetta mun vera liturinn sem ég mun nota í brúðkaupinu mínu (ef ég gifti mig einhverntíman þ.e.a.s.), ég er bara búin að ákveða það því svo fullkominn er hann. En nóg um Wild Nude litinn sem línan er samt skírð eftir því það eru þrír aðrir litir í línunni sem eru allir sjúkir og mig langar að sýna ykkur þá alla betur :D

Fyrstur á dagskrá er Clothing Optional. Þetta er sá sem er í næst uppáhaldi hjá mér en hann er alveg dásamlegur, rústbrúnn og þéttur nude litur. Ein umferð af þessum og ég er reddí tó gó eins og maður segir á góðri ensku!

Næstur er Without a Stitch sem er mjög flottur kaldtóna steingrár. Þennan sé ég alveg fyrir mér við þykkar og hlýjar peysur núna í vetur.

Sá þriðji er Bare With Me en hann er fáránlega flottur ferskjutónaður nude. Ég er alveg viss um að hann heillar alla ferskjutóna nude-istur upp úr skónum en fyrir þá sem ekki vita þá er ferskjutónar búnir að vera afar áberandi í nýjum förðunarvörum undanfarið ár og það var ekki síst Too Faced Sweet Peach pallettunni að þakka og ég er mjög glöð að liturinn er farinn að færa sig aðeins út í naglalökkin líka.

Síðast en ekki síst er það hinn yndislegi Wild Nude. Stjarna línunnar og ekki að ástæðulausu en þessi mynd gerir honum engan vegin nógu góð skil… já ég er ástfangin af honum og skammast mín bara ekkert fyrir það ;) Hann hefur einhver sérstakan gráan/mauve undirtón sem gerir nude litinn á honum alveg einstakann og gerir hann að hinu fullkomna nude lakki fyrir mig.

Þetta var þá öll Wild Nudes línan sem er komin í verslanir hér heima! Hvernig líst ykkur á, eruð þið jafn skotin í henni og ég? :D

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
Áramótaförðunin mín 2017
Áramótaförðunin mín þetta árið var frekar einföld þar sem ég var í svo miklum glamúrkjól að ég vildi ekki að þetta yrði allt saman "too much" e...
Bless 2017
Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Ég vona að þið hafið nú haft það sem allra best yfir áramótin og notið vel með ykkar nánustu við hlið. Ég haf...
powered by RelatedPosts