Fullkomnar varir með RT!

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_4038

Þá er komið að seinna Real Techniques settinu sem ég ætlaði að segja ykkur frá en í þessari færslu ætlum við að skoða vel Prep & Color Lip settið! Þetta er sett sem á að hjálpa manni að ná hinni fullkomnu varalitásetningu og inniheldur því alla bursta sem maður getur mögulega þurft til þess.

IMG_4033

Í settinu er að finna fjóra bursta og eitt burstabox úr áli til að geyma alla burstana í en efst á lokinu á boxinu er að finna lítinn spegil. Það er því mjög hentugt að geta sett alla burstana í boxið og hent því í veskið sitt þar sem maður getur lagað varalitinn yfir daginn og notað þá spegilinn sem er á boxinu.

IMG_4030

Lip Smoothing Brush er fyrsti burstinn sem á að vera notaður úr settinu en þetta er burstinn sem að undirbýr varirnar fyrir varalitinn. Til að nota hann berum við fyrst mikið af uppáhalds varasalvanum okkar á varirnar og nuddum síðan burstanum í hringlega hreyfingar á vörunum. Við þetta nuddum við varasalvanum inn í varirnar en á sama tíma skrúbbum við þær með burstanum svo að engar dauðar húðfrumur trufli varalitinn sem við erum að fara að setja á varirnar.

IMG_4031

Eftir þetta er Lip Lining Brush notaður en hann má nota í ýmislegt. Að sjálfsögðu er hægt að nota hann til að móta varirnar eins og varablýant en einnig er hægt að nota hann til að skapa allskonar mismunandi áferðir og lúkk. RT stelpurnar mæla til dæmis með því að nota hann til að gera svokallað Ombré lúkk á varirnar þar sem dekkri litur er notaður yst á þær en svo lýsist hann þegar lengra inn á varirnar er komið.

IMG_4032

Lip Brush er síðan hinn fullkomni varalitabursti til að bera lit á varirnar en hann er bæði flatur og rúnaður í laginu. Með honum á maður því að geta borið varalitinn óaðfinnanlega á varirnar.

IMG_4029

Eftir öll þessi skref er síðan Lip Fan Brush notaður til að setja punktinn yfir i-ið! Þetta er lítill og tiltölulega stífur blævængs bursti sem má nota til að laga varalitinn aðeins til eða þá til að bera pínu ljóma á efri vörina. Þennan bursta hef ég líka notað til að bera ljóma rétt undir augabrúnina til að klára augnfarðanir. Það er því hægt að leika sér svolítið meira með þennan bursta en kannski aðra bursta í settinu.

IMG_4039

Ef þið eruð klunnar þegar kemur að því að setja á ykkur varalit og vantar pínu aðstoð við það þá mæli ég hiklaust með því að þið kíkið á þetta sett. Þetta sett eins og settið sem ég sýndi ykkur í gær kemur í mjög takmörkuðu magni svo ef þið girnist það myndi ég ekki bíða of lengi með að næla ykkur í það :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég elska þessa!
Það er ekki oft sem ég finn varavöru sem fer ekki af vörunum mínum vikunum saman - enda er ég dugleg að breyta til! Það gerðist þó þegar ég p...
Varaliturinn fyrir sumarfríið!
Góðan dag! Það er greinilega komið smá sumar í mig því mér finnst ég vera orðin voðalega löt við að skrifa... allavega svona miðað við vanale...
KKW x Kylie
Ég verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að ge...
powered by RelatedPosts