Fullkominn hversdagsfarði!

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

11739517_10207229159426860_191558242_n

Síðastliðnar vikur hef ég verið að prófa Dream Wonder Nude farðann frá Maybelline og mig langaði aðeins að segja ykkur frá minni reynslu af honum. Þið hafið kannski tekið eftir því áður en ég kalla aldrei neitt farða nema þegar ég er að tala um förðunarvörur yfir höfuð. Vanalega skrifa ég meik eða litað dagkrem eða eitthvað í þá áttina, það fer bara eftir því um hvað ég er að tala. Ég hinsvegar finn ekkert annað orð yfir þennan hérna nema farða því hann er ekki beint meik og ekki beint krem.

11717289_10207229159386859_1166765883_n

Farðinn er vægast sagt mjög þunnur og þarf alltaf að hrista flöskuna vel fyrir notkun svo að litapigmentin blandist vel við vökvann í formúlinni. Fyrst þegar ég opnaði flöskuna og sá þetta blessaða prik sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan vissi ég ekki alveg hvað ég átti að gera. Samkvæmt leiðbeiningunum aftan á flöskunni er þetta einskonar dropateljari sem að á að nota til að láta dropa detta niður á fingurinn og dreifa svo úr farðanum með fingrunum. Fyrir mína parta þá finnst mér farðinn einfaldlega ekki vera nógu þunnur til að þetta virki svo ég strýk alltaf bara pinnanum á kinnarnar mínar og dreifi svo vel úr farðanum með fingrunum. Fyrst þoldi ég þetta ekki og skildi ekki afhverju farðinn gat ekki bara verið með venjulega pumpu en núna er ég búin að venjast þessu og ég sé vel að það myndi ekki ganga að hafa pumpu því farðinn er svo þunnur.

Ég fékk sendar tvær flöskur til að prófa í sitthvorum litnum og svo heppilega vill til að yndislega systir mín er með aðeins dekkri húð en ég svo hún fékk hina flöskuna til að prófa með mér. Það er frekar gaman að geta gefið álit frá öðrum en bara sjálfri mér hér á síðunni svo við komumst að sameiginlegri niðurstöðu um hvað okkur fannst um farðann :)

Fyrst þegar við sáum þetta prik þá hugsuðum við það sama… hvað þetta væri spes, en eins og ég skrifaði hér fyrir ofan þá er ég allavega búin að venjast því. Farðinn hentar einstaklega vel fyrir hversdagsnotkun þar sem hann er ekki of þungur og maður finnur bókstaflega ekkert fyrir honum á andlitinu. Hann þekur ágætlega miðað við hvað hann er þunnur en við notuðum hann frekar til að fríska aðeins upp á húðlitinn okkar og gefa andlitinu örlítið jafnari lit. Systir mín var mest búin að nota farðann með BB keminu sínu en ég notaði minn einan og sér og ég er mjög sátt með hann þannig. Farðinn er mjög mjúkur og þegar ég skrifa mjög mjúkur þá meina ég MJÖG mjúkur. Þess vegna er virkilega þægilegt og auðvelt að bera hann á andlitið þar sem hann rennur vel til og því myndast engar línur eða rákir þó svo að ég sé að bera hann á með puttunum. Hann hentar því líka einstaklega vel til að skella á andlitið á morgnana þegar að maður er að verða of seinn í vinnuna eða skólann og vill ekki líta út alveg eins og nývaknaður draugur. Það er sem sagt mjög fljótlegt að bera hann á sig.

Allt í allt mjög góður farði sem vert er að kíkja á fyrir hversdagsnotkun :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir og eftir með nýja farðanum frá YSL
Það er nú heldur betur langt síðan ég gerði fyrir og eftir færslu með farða! Það er því kominn tími til að bæta úr því og tilvalið að sýna ykku...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hátíðarlúkk #3 (Gigi) - SÝNIKENNSLA
Þá er komið að þriðja hátíðarlúkkinu en í þetta skiptið notaði ég vörur frá samstarfi Gigi Hadid við Maybelline! Ég fékk í gjöf frá Maybelline ...
powered by RelatedPosts