Fullkominn grunnur með RT!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_4021

Gleðilega nýja vinnuviku! Ég er svona að reyna að max peppa mig upp fyrir nýja viku því mig langar helst bara að vera lengur í helgarfríi.. er það ekki alltaf svoleiðis? Mig langar allavega að byrja þessa viku með heilbrigðum skammti af nýjum Real Techniques settum og því verða næstu tvær færslur hjá mér tileinkaðar þeim! Það dugar bara ekkert minna ;) 

IMG_4035

Í þessari fyrstu færslu æltum við að skoða vel nýja Prep & Prime settið en bæði nýju settin koma í verslanir hér á landi í mjög takmörkuðu magni og líka á mjög fáum sölustöðum ef ég er að muna rétt. 

IMG_4028

Prep & Prime settið inniheldur 5 hluti og bróðurparturinn af þeim eru nýjir sem við höfum aldrei séð áður. Settið á að einfalda manni að undirbúa húðina fyrir farðaásetningu sem og að hjálpa manni að ná hinni fullkomu ásetningu. Ég myndi segja að þetta sett er ólíkt öllum öðrum settum sem við höfum séð frá Real Techniques áður þar sem það inniheldur einungis einn bursta en miklu fleiri tól. Eigum við ekki bara að fara yfir hvern og einn hlut í settinu til að við getum gert okkur aðeins betri grein fyrir því hvernig er hægt að nota það? :)

Það fyrsta sem við fáum í settinu er þessi Beauty Spatula. Spaðinn er úr sveigjanlegu gúmmíi og er með tvo ólíka enda. Spaðann má nota til að ná vörum upp úr dollum sem og til að skrapa upp botninn af varalit til að nýta hann allan eða þá til að blanda saman ólíkum förðunarvörum. Ef þið eruð mikið í því að búa til ykkar eigin farðablöndu þá er þessi algjör snilld til þess og mun nýtast ykkur vel!

Næst erum við með Under Eye Reviver sem eflaust margir reka upp stór augu við og vita ekki alveg hvað á að gera við þetta. Þetta er samt algjör snilld en kúlan er gerð úr köldu áli sem kælir augnsvæðið rosalega vel og getur hjálpað manni að koma blóðflæðinu af stað og losað mann við þreytupoka undir augunum. Þetta á maður að nota með sínu venjulega augnkremi en ég dýfi kúlunni rétt svo í augnkremið og nudda henni svo á augnsvæðið. Kúlan rúllast ekki sem er jákvætt því það kemur í veg fyrir að skítur safnist fyrir undir henni og bakteríuvöxtur hefst. Það sem mér finnst samt merkilegast er að kúlan helst alltaf köld sama hvað ég er búin að nudda henni lengi í kringum augnsvæðið, hún hitnar sem sagt lítið.

Eins og ég kom aðeins inn á hér fyrir ofan er aðeins einn bursti í settinu en það er burstinn Prep Brush. Þessi bursti er hrein dásemd, svona í alvöru! Ég notaði hann um helgina til að bera á mig primer en halló Hafnarfjörður hann er algjörlega fullkominn til að bera á sig farða. Ég hef sjaldan prufað jafn góðan farðabursta af þessari gerð. Burstinn er þéttur og mjúkur með stutt hár svo hann gefur svakalega góða þekju og dreifir jafnt úr farðanum. Burstann má líka nota í krem og maska en ég hugsa að ég muni nota hann mest í farðann.

Þá er komið að síðustu tveimur hlutunum sem eru í settinu. Þennan ættu nú flestir að kannast við en þetta er hinn óviðjafnanlegi Miracle Complexion Sponge. Ég skrapp inn á Real Techniques vefsíðuna þegar ég var að kynna mér þetta sett og sá að það eru heldur betur komnir margir nýjir svampar í sölu hjá þeim! Ég hoppaði nánast hæð mína ég varð svo spennt! Í þessu setti fylgir þessi líka fíni svampastandur með svampinum svo ef þið hafið verið í vandræðum með hvernig þið eigið að geyma svampinn ykkar þá leysir þessi standur svo sannarlega þau vandamál.

Þetta sett er ótrúlega flott og veglegt og ég tala nú ekki um ef þið eruð starfandi förðunarfræðingar. Allt sem þið gætuð mögulega þurft til að undirbúa húðina og gera hina fullkomnu farðaásetningu finnið þið í þessu setti svo ég hvet ykkur hiklaust til að kíkja á það – settið er nefnilega skemmtilega öðruvísi fyrir okkur RT safnarana :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

KKW x Kylie
Ég verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að ge...
Fullkomnar varir með RT!
Þá er komið að seinna Real Techniques settinu sem ég ætlaði að segja ykkur frá en í þessari færslu ætlum við að skoða vel Prep & Col...
Topp Trix: Burstar
Síðasta vika var ekki eins og nokkrum manni hafði grunað. Atburðir undanfarna daga eru vægast sagt búnir að liggja þungt á manni og því fannst mé...
powered by RelatedPosts