Fullkomin brúðarpalletta

Pallettuna fékk ég að gjöf

Ég held það sé enginn annar tími á árinu sem er jafn vinsæll fyrir brúðkaup eins og sumartíminn. Ég skil það bara alveg rosalega vel þar sem veðrið er líklegra til að leika við mann og allar myndir af deginum sjálfum verða bjartar og fallegar sem og brúðkaupið sjálft. Ég er kannski ein af þeim skrítnu en mér finnst haustin eitthvað svo heillandi þegar kemur að brúðkaupum en það er bara ég :) Í tilefni þess að eflaust margir eru að fara að ganga niður gólfið þetta sumarið langaði mér að sýna ykkur eina fullkomna brúðarpallettu!

Pallettan kemur frá Smashbox og er úr Cover Shot línunni þeirra. Gerðin af pallettunni heitir Softlight og inniheldur átta mjúka litatóna sem eru ekkert annað en fullkomnir til að nota í brúðarfarðanir.

Litirnir eru allir ljómandi án þess þó að vera shimmer eða glimmer augnskuggar. Þeir hafa einhvern fínan ljóma yfir sér og þaðan kemur án efa nafn pallettunnar. Þeir eru því svona mitt á milli þess að vera mattir og ljómandi en það er frekar erfitt að útskýra áferðina á pallettunni svona í orðum en þið getið kíkt á hana og potað aðeins í hana á sölustöðum Smashbox ef þið eruð forvitin. Ég mæli með því.

Litirnir í pallettunni eru allt frá því að vera ferskjutóna, mauve litaðir, bronsaðir og gylltir svo allar brúðir eða bara hver sem er ættu að geta fundið sér léttan tón í pallettunni sem hentar þeirra smekk. Efstu tveir litirnir í pallettunni eru stærri en þeir sem eru fyrir neðan en þeir eru það því þetta eru vinsælir litir sem hægt er að nota í hvaða förðun sem er en þeir eru einnig tilvaldir til að nota til að setja léttan ljóma efst á kinnbeinin.

Hér getið þið séð litaprufur af öllum litunum en hér er greinilegt hversu léttir og mjúkir litirnir eru. Það er mikilvægt að kaupa ekki þessa palletu með það í huga að þið fáið brjálæðisleg litsterka augnskugga því það er ekki tilgangurinn með pallettunni. Litirnir eiga að vera léttir, mjúkir og náttúrulegir sem gerir það að verkum að þeir henta mögulega best ljósri húð. Efstu tveir litirnir í hendinni minni eru efstu tveir litirnir í pallettunni en þeir eru ekkert annað en sjúkir! Þessi bleiki hefur einhvern einstakan lithverfan tón í sér sem ég er viss um að myndi setja punktinn yfir i-ið í hvaða brúðarförðun sem er. Hann er án efa uppáhalds liturinn minn í pallettunni.

Það eru engir mattir litir í pallettunni svo það gæti verið að þið þurfið að bæta þeim við förðunina ef þið viljið dýpri skyggingu en það er samt vel hægt að nota brúnu litina í pallettunni í skyggingar. Ég ætla síðan að taka mig til og birta brúðarförðun bráðum með þessari dásemd til að þið getið fengið innblástur frá henni ef þið eruð í brúðarfarðana hugleiðingum :) 

P.S. Ef þið eruð að pæla í að nota þessa í brúðarförðun mæli ég að sjálfsögðu með því að nota góðan augnskuggagrunn eins og til dæmis Painterly frá MAC til að tryggja að augnförðunin haldist á sínum stað allan daginn og allt kvöldið!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Pallettuna fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Brúðkaupsmessan í Köben
Síðustu helgi skelltu ég og betri helmingurinn minn okkur á brúðkaupsmessuna hér í Köben. Messan er haldin nokkrum sinnum á ári þar sem helst...
Brúðkaupsfærslur
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara að gifta mig á næsta ári. Við hjónaleysin höfum verið saman í 6 ár+ og síðasta sumar skellti Magnús sér á...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
powered by RelatedPosts