4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Förðun með nýjungum frá MAC

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_6218

Jeminn eini! Ég held að ég sé svei mér þá ekki búin að ná niður hjartslættinum frá gærdeginum! Það á sko ekki að leyfa manni að slaka á yfir leikjum, það er alveg á hreinu… Ekki það að ég sé að kvarta! Til hamingju Ísland segi ég bara :) Annars langar mig að enda þennan þriðjudag með því að sýna ykkur sumarlega förðun með nýjungum úr tveimur línum frá MAC. Mig langar líka að segja ykkur hvernig ég náði henni en áður en ég byrja á því ætla ég að sýna ykkur betur nýjungarnar tvær sem ég mun nota :)

_MG_9336

Ef þið elskið pastelliti þá eigið þið eftir að falla kylliflöt fyrir nýju Soft Serve línunni sem kom í MAC í lok síðustu viku. Þessi augnskuggi sem ég var svo heppin að fá að prófa er ekkert annað en tjúllaður að mínu mati enda er ég alltaf voðalega veik fyrir mintugrænum litum. Þessi passar til dæmis rosalega vel við nýja Essie lakkið úr brúðarlínunni og ég veit ég á eftir að para þessu tvennu saman eins fljótt og ég hef tök á! Kannski ég minnist á hvað liturinn heitir svona áður en ég gleymi því en þetta er liturinn Jealous Girl :)

Áferðin á þessum augnskugga er best lýst eins og einhver hafi tekið Paint Pot frá MAC og þeytt það allsvakalega til að skapa ótrúlega léttan og kremkenndan augnskugga. Mér fannst virkilega skemmtilegt að vinna með þennan því það var bæði auðvelt að blanda hann og byggja hann upp á augnlokinu því hann þornar í hálfgert púður þegar á það er komið. Hann er án djóks æðislegur en ef þið fílið ekki svona græna augnskugga, þó hann henti nú vel fyrir sumarið þá kom hann í fullt af öðrum litum svo þið ættuð að geta fundið einhvern við ykkar hæfi. Ég mæli allavega með því að þið kíkjið í MAC og potið aðeins í þennan… það er einstaklega skemmtilegt! ;)

_MG_9365

Næsta nýjungin sem ég notaði var þessi varalitur úr Transformed línunni í litnum Seoul-Ful. Varaliturinn er svolítið eins og gloss í varalitaformi en hann nær að vera alveg háglansandi og litsterkur á sama tíma. Fyrst þegar ég setti hann á mig kom þetta mér rosalega á óvart því ég bjóst svo sannarlega ekki við þessari áferð af varalit en ég mæli með því að þið dumpið litnum á varirnar frekar en að draga hann eftir þeim til að fá sem jafnasta þekju. Transformed línan er líka komin í verslanir eins og Soft Serve.

IMG_6214

En þá að lúkkinu! Þetta var nú voðalega einfalt og hlutlaust lúkk sem ég gerði en til að ná því notaði ég einungis þrjá aungskuggaliti sem er mjög ólíkt mér! Oftast eru þeir í kringum 10 ;) Lúkkið er mitt á milli þess að vera Cut crease og að vera ekki Cut crease en þegar ég paraði saman mintugræna augnskuggann við bleika varalitinn small lúkkið algjörlega saman og varð mjög vor-/sumarlegt. Hver elskar ekki annars pastellituð lúkk? :)Mac Soft serve look Ég byrjaði eins og alltaf að grunna á mér aunglokið með Painterly Paint Pot frá MAC en þið getið að sjálfsögðu notað hvaða augnskuggagrunn sem er.

1. Næst tók ég litinn Charmed, I’m Sure úr Too Faced Sweet Peach pallettunni og bar hann í glóbuslínuna. Litinn dró ég alveg frá innri augnkrók og yst í glóbuslínuna en í staðin fyrir að setja litinn yst á augnlokið dróg ég hann aðeins út á augnbeinið til að hann yrði svipaður í laginu og eyeliner-inn sem ég ætlaði að setja á mig. Þessi litur er kaldtóna brúnn svo ef þið eigið einhvern svoleiðis þá ætti hann að henta vel.

2. Eftir þetta tók ég aðalstjörnuna í lúkkinu en það er liturinn Jealous Girl úr Soft Serve línunni og bar hann á allt augnlokið. Ég notaði hann til að móta línuna sem ég bjó til með brúna litnum í glóbuslínunni og setti síðan vel af honum í innri augnkrók.

3. Að lokum tók ég litinn White Peach sem er einnig úr Sweet Peach pallettunni og bar hann undir augabrúnina til að lyfta henni aðeins upp. Þessi litur er mjög hvítur og inniheldur smá ljóma fyrir þá sem eiga einhvern svipaðan honum.

Til að klára lúkkið langaði mig að halda mér aðeins í MAC þemanu og notaði Retro Black Eyelinerinn úr Zac Posen línunni til að búa til smá væng meðfram efri augnháralínunni. Næst tók ég Snowed In Eylinerinn úr Vibe Tribe línunni og bar hann meðfram neðri vatnslínunni til að opna augun aðeins. Að lokum setti ég svo maskara á efri augnhárin en sleppti þeim neðri.

IMG_6215

Þetta er þá lúkkið! :) Ef þið girnist eitthvað af vörum úr þessum nýju línum sem voru að mæta í MAC þá skuluð þið ekki bíða of lengi með það því eins og alltaf koma þær í takmörkuðu magni svo fyrstur kemur fyrstur fær.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts