Förðun með Max Factor

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Fyrir viku síðan fór ég á relaunch hjá Max Factor eins og ég sagði ykkur frá hér á blogginu og fékk með mér nokkrar vörur heim í poka. Ég ákvað því bara að skella í heilt Max Factor lúkk en þetta er í fyrsta skipti sem ég nota almennilega vörur frá þeim. Sumar vörurnar slógu alveg í gegn hjá mér meðan aðrar voru kannski ekki alveg eins og ég vildi hafa þær en allt í allt var ég mjög sátt með lúkkið sem ég gerði.

Í pokanum var að finna sjúklega fallegan sægrænan sanseraðan eyeliner og það kom ekki annað til greina en að nota hann í förðunina. Ég ætlaði að blanda honum út á allt augnlokið en þar sem hann þornaði fyrr en ég bjóst við ákvað ég frekar að gera frekar skarpt eyeliner lúkk þar sem eylinerinn er svona mitt á milli þess að vera notaður sem eyeliner og að vera notaður sem augnskuggi. Lúkkið sem þið sjáið hér á myndunum var því útkoman. Mér finnst þetta lúkk alveg lúmskt töff en það er frekar svona „editorial“ legt.

Face Finity All Day Flawless 3 in 1 Foundation, Color Corrector Sticks, Creme Puff Blusher í litnum Lavish Mauve, Khol Eye Liner Pencil í litnum Brown, Excess Intensity Lasting Eyeliner, Eyebrow Pencil í litnum Hazel, Masterpiece High Precision Liquid Eyeliner, 2000 Calorie Mascara.

Hér sjáið þið svo vörurnar sem ég notaði. Ég byrjaði á því að nota öll litaleiðréttingarstiftin þeirra til að litaleiðrétta andlitið mitt en þetta gerði ég einkum þar sem að farðinn átti að duga sem hyljari líka en ég vildi gefa honum smá aðstoð. Ég setti örlítið af bleika stiftinu undir augun ásamt því gula, græna litinn setti ég við nefið mitt til að fela roðann þar og fjólubláa stiftið setti ég á hökuna, kinnarnar og á mitt ennið til að birta yfir þeim svæðum. Ég blandaði síðan öllu út með fingrunum en ég myndi mæla frekar með því að þið blandið litunum með rökum svampi því ég held að það muni virka betur fyrir þessi stifti. Næst gerði ég augun mín á meðan ég lét litaleiðréttinguna alveg þorna fyrir farðaásetninguna.

Ég grunnaði auglokin mín með Painterly Paint Pot frá MAC (eins og alltaf) og fór síðan að setja bláa eyelinerinn á augnlokið. Ég teiknaði það form sem ég vildi hafa og blandaði síðan aðeins út skilin með hreinum blöndunarbursta. Til að fylla inn í formið sem ég teiknaði setti ég nóg af eyelinernum á fingurinn og pressaði litnum á augnlokið. Við það hitnaði aðeins eyelinerinn og varð extra litsterkur. Í efri vatnslínuna mína setti ég blá eyelinerinn en í neðri vatnslínuna setti ég brúna eyelinerinn. Ég tók síðan kinnalitinn á lítinn Duo Fiber blöndunarbursta og blandaði honum aðeins út í kringum augun til að fá meiri dýpt í förðunina. Mauve liturinn af kinnalitnum og blái eyeliner liturinn passa skemmtilega saman finnst mér og komu mjög vel út á augunum. Þegar ég var búin að þessu setti ég örfína línu alveg upp við efri augnhárin mín af Masterpiece High Precision fljótandi eyelinernum og setti svo 2000 Calorie maskarann á augnhárin. Þá gat ég loks klárað andlitið mitt en það eina sem ég gerði þar var að setja á mig farða, smá laust púður undir augun og svo mótaði ég kinnarnar mínar með kinnalitnum. Á varirnar setti ég svo varalitinn Simply Nude en aulinn ég gleymdi að hafa hann með á vörumyndinni :)

Þetta var þá útkoman. Það er rosalega skemmtilegt að nota vörur ekki alveg eins og þær eiga að vera notaðar eins og þið sjáið að ég gerði með kinnalitinn og eyelinerinn en maður á alltaf að vera óhræddur að leika sér með snyrtivörur – það er nefnilega alltaf hægt að þvo þær af!

Eigið þið ykkur einhverja Max Factor vöru sem þið standið við og ég hreinlega verð að prófa? Látið mig vita því mig langar endilega að kynnast merkinu betur :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts