Flottustu farðanirnar á Óskarnum

Óskarsverðlaunin fóru fram með pompi og prakt í gærkvöldi og eins og svo oft áður gat ég ekki vakað frameftir og horft á þau. Ég skil ekki hvaða vitleysa það er að halda þetta á sunnudegi þegar maður þarf að vakna fyrir vinnu daginn eftir! Smá biturleiki svona í morgunsárið ;) Brie Larson og Leonardo DiCaprio fóru heim með sitthvora styttuna fyrir frammistöður sínar í Room og The Revenant en ég horfi einmitt á Room um helgina og fannst hún æðisleg. Ég skil reyndar ekki hvernig farið var að því að tilnefna ekki Jacob Tremblay fyrir leik sinn í Room en betri barnaleikara hef ég bara aldrei séð!

Í morgun renndi ég yfir helstu stjörnurnar sem mættu á rauða dregilinn og valdi þær farðanir sem mér fannst flottastar til að deila með ykkur. Farðanirnar sem sáust á hátíðinni í ár voru flestar hverjar mjög hlutlausar þar sem minimalísk augnförðun og nude litaðar varir voru áberandi. Harðar skyggingar voru ekki áberandi en falleg og ljómandi húð var svo sannarlega í aðalhlutverki.

Hér eru mínar topp farðanir:

Jennifer Lawrence var stórglæsileg að vanda en í ár skartaði hún ferskjutóna nude vörum og léttu brúnu smokey með frekar þykkum eyeliner frá miðju augnlokinu. Þetta hár heillaði mig samt alveg upp úr skónum… þetta hár og hæfileikinn hennar :)

oscars-2016-hair-makeup-trends-sophie-turner-w540

Game of Thrones leikkonan Sophie Turner mætti á rauða dregilinn í kjól frá merkinu Galvan þar sem Sólveig Káradóttir er listrænn stjórnandi. Sophie paraði græn-gráa kjólinn saman við grátóna smokey förðun sem var með þeim ýktustu sem sáust um kvöldið. Það er frekar fyndin pæling og sýnir hversu hlutlausar augnfarðanirnar voru þetta árið því þetta smokey er svo sannarlega ekki það ýktasta sem maður hefur séð. Förðunin dregur fram augnlit hennar eins og enginn sé morgundagurinn sem gerir förðunina ennþá flottari. Hún toppar síðan lúkkið með nude varalit.

margot-robbie-best-beauty-oscars-2016-academy-awards

Margot Robbie hefur verið óaðfinnanleg á rauða dreglinum undanfarin ár og var engin undatekning á því í gær. Margot skartaði mjög hlutlausri förðun þar sem augnförðinin var lítil sem engin og varirnar fengu að njóta sín með gullfallegum nude lit.  Fullkomin förðun sem undirstrikar náttúrulegu fegurð hennar.

saoirse-ronan-best-beauty-oscars-2016-academy-awards

Saoirse Ronan skartaði svipaðri förðun og Sophie Turner, grátóna smokey. Hér er hinsvegar búið að setja svartan augnblýant á efri og neðri vatnslínu augnanna svo þau virðast aðeins minni en augnblýanturinn hjálpar einnig til við að draga fram græna litinn í augunum sem passar fullkomlega við kjólinn sem var með mínum uppáhalds þetta kvöld. Eins og svo margar aðrar kláraði hún lúkkið með möttum nude varalit.

Rooney Mara var klárlega ein af mínum uppáhalds í gær. Hún skartaði gullfallegri förðun með pínu 20’s yfirvafi sem fór þvert á móti öllum öðrum förðunum sem sáust í gær. Óaðfinnanleg póstulínshúð, grátóna augnskuggi sem teygist út í væng á ytra augnlokinu, mótaðar augabrúnir og dökkrauðar varir. Fullkomin förðun!

Þetta voru svona mínar allra uppáhalds farðanir frá gærkvöldinu en Rooney Mara og Jennifer Lawrence voru í algjöru uppáhaldi og förðunarfræðingar þeirra fá sko eitt stórt klapp frá mér! Hverjar voru ykkar uppáhalds? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts