Fjólublátt sjampó

img_1065

Ég er nýbyrjuð að nota fjólublátt sjampó í hárið mitt til að losna við gulu tónana í strípunum mínum. Þessir gulu og gylltu tónar vilja alltaf koma í hárið þegar svolítið er liðið frá litun en það að nota fjólublátt tóner sjampó getur komið í veg fyrir það og hreinsað út gula litinn. Þetta virkar vegna þess að gulur og fjólublár eru þvert á móti hvort öðrum í litarhjólinu.

img_1066

Sjampóið nota ég einu sinni í viku og læt það sitja í hárinu í nokkrar sekúndur en alls ekki of lengi þar sem hárið getur einfaldlega tekið í sig of mikið af fjólubláa tóninum. Ég keypti ódýrt fjólublátt sjampó í Hagkaup á síðasta Tax Free svo það kostaði mig bara einhvern 1200 kall minnir mig. Ég tók hinsvegar eftir því of seint að það er paraben í sjampóinu og ég því með ofnæmi fyrir því! Alveg týpískt! Ég er því að leita mér að nýju fjólubláu sjampói sem virkar, er paraben laust og kostar ekki annan handlegginn. Einhverjar hugmyndir? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

2 Comments

 1. Avatar
  Sylwia Wszeborowska
  21/12/2016 / 09:05

  Ég er að nota Joanna sjampóið sem fæst í pólsku búðinni Mini Market 500 ml kosta u.þ.b 1299 kr. Ég held að þar séu engin paraben, en er ekki alveg viss.

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   21/12/2016 / 10:48

   Æðislegt! Takk fyrir, ég skoða þetta❤️

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Að verja hárið fyrir mengun
Frá því ég flutti til Köben síðasta haust er ég orðin miklu meðvitaðri um mengun. Núna er ég farin að vinna alveg í hjarta Köbens, bara beint á...
Besta fjólubláa sjampó sem ég hef prófað!
Vá hvað ég var ekki viðbúin þessu! Ég hef prófað svo brjálæðislega mörg fjólublá sjampó frá því að ég litaði mig aftur ljóshærða fyrir einu og ...
Balayage sýnikennsla á Instagram í kvöld!
Í kvöld mun ég setja inn sýnikennslu á Instagram Stories hjá mér þar sem sýni ykkur hvernig ég notaði nýja Colorista Balayage settið frá L'Or...
powered by RelatedPosts