Fjólublár liner

IMG_5694

Þegar ég prufaði fjólubláan hárkrít um daginn ákvað ég að skella í eitt fjólublátt liner lúkk í leiðinni og þetta var útkoman. Ég sá mynd á Instagram hjá MAC sem veitti mér innblástur þegar ég endurskapaði þessa augnförðun en til að ná henni notaði ég Créme Gel Colour frá Colour Pop í litnum Piggy Bank. Varalitirnir eru svo einnig frá Colour Pop en þeir eru í litunum Grind og Pepper.

IMG_5693

Ég verð að vera 100% hreinskilin og mæli því ekki með Créme Gel Colour vörunni frá Colour Pop eins og mér finnst allar hinar vörurnar frá þeim æðislegar. Créme Gel linerinn sem ég á frá þeim er til dæmis klikkaður og er eiginlega besti eyelinerinn sem ég hef nokkurn tíman prófað svo ég mæli þá frekar með að þið kaupið litina sem ykkur langar í í þeirri formúlu. Vonandi eru Colour Pop samt búnir að laga formúluna í linerunum í dollunum frá því ég keypti mína þó ég hef svo sem ekkert lesið um það neinastaðar. Þeir litir sem ég keypti mér eru rosalega þurrir og því erfitt að vinna með þá þó ég láti mig hafa það þar sem litirnir eru svo fallegir.

IMG_5695

Smá liner innblástur til að taka með inn í sumarið en eins og ég fjallaði um hér á síðunni um daginn þá eru litríkir augnblýantar aðalmálið í sumar :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
Förðun með Max Factor
Fyrir viku síðan fór ég á relaunch hjá Max Factor eins og ég sagði ykkur frá hér á blogginu og fékk með mér nokkrar vörur heim í poka. Ég ákv...
Stutt hár a la Noora
Rétt upp hönd sem er búin/n að vera að horfa á SKAM! Ég er búin að liggja yfir þessum þáttum og finnst alltaf eins og ég sé pínu að endurupplifa ...
powered by RelatedPosts