4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Fjölnota augnskuggi frá RIMMEL

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_94751

Mér var boðið í einstaklega skemmtilegt teiti um daginn þar sem fagnað var komu RIMMEL til landsins. Ég dró systur mína með mér og við skemmtum okkur alveg konunglega skálandi í kampavíni. Ég verð samt að viðurkenna að ég hef aldrei átt neitt frá merkinu áður og vissi lítið sem ekkert um það þegar ég hélt af stað í teitið. Mig minnti að ég ætti augnskuggafjarka frá þeim en svo þegar ég kom heim sá ég að hann var frá Revlon svo vörurnar sem ég fékk með mér heim í gjafapoka frá teitinu voru því fyrstu vörurnar frá merkinu sem ég hef prófað. Með enga reynslu af RIMMEL að vopni prófaði ég þær með mjög opnu hugarfari.

IMG_9487

Augnskugginn sem þið sjáið hér á myndunum leyndist í gjafapokanum mínum og ég er rosalega fegin að hafa fengið þennan lit en ekki einhvern annan. Ég hef heyrt að augnskuggarnir frá þeim séu misgóðir svo ég get einungis fjallað um þennan hér sem staka vöru. Liturinn sem ég fékk er númer 003 og heitir All about the base. Hann er ljósbrúnn með satínáferð og er rosalega stór fyrir stakan augnskugga (sem er samt bara jákvætt því þá fær maður meira magn fyrir peninginn).

IMG_9494

Þegar ég tók þessar myndir var ég einungis búinn að prófa að nota augnskuggan sem blöndunarlit í glóbuslínuna. Liturinn hentar vel til þess að blanda út aðra liti þar sem hann er frekar hlutlaus, ekki of dökkur og ekki of ljós, ekki of hlýtóna og ekki of kaldtóna. Eftir að hafa skoðað myndina hér fyrir ofan í tölvunni tók ég eftir því að liturinn leit út eins og fullkominn skyggingarlitur. Ég ákvað því að fresta aðeins færslunni og prufa að nota litinn til að skyggja á mér andlitið næst þegar ég málaði mig. Það má nefnilega ekki festast í því að augnskuggi getur bara verið augnskuggi og ekkert annað :)

Viti menn, augnskugginn er fullkominn skyggingarlitur fyrir ljósa húð! Satínáferðin og litatónninn minnir mig örlítið á Hula bronserinn frá Benefit þó ég þori ekki að fullyrða það algjörlega. Þessi er kannski örlítið meira kaldtóna. Ég átti síðan afmæli um daginn og fékk Bold Metals Contour burstann frá RT í gjöf frá betri helmingnum og prufaði því að skyggja með honum og augnskugganum um helgina og er þetta klárlega orðið nýja uppáhalds kombóið mitt! Skyggingin verður bæði áferðafalleg og nánast ósýnileg þar sem hún er svo náttúruleg og fellur því inn í náttúrulega skugga andlitsins.

IMG_94751

Til að draga þetta saman þá er All about the base frá Rimmel flottur meðallitsterkur og blandanlegur augnskuggi sem hentar vel í glóbus sem og í skyggingar. Ég veit að ég mun persónulega nota hann mest í seinna atriðið á listanum þar sem hann er fullkominn í skyggingar :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)
Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra...
Fashion Fanatic pallettan frá MAC
Ég fékk í hendurnar í gær þessa glæsilegu palllettu með MAC sem ég ætla að gera eitthvað flott áramótalúkk með á næstunni en mig langaði nú sam...
powered by RelatedPosts