4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Fashion Fanatic pallettan frá MAC

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Ég fékk í hendurnar í gær þessa glæsilegu palllettu með MAC sem ég ætla að gera eitthvað flott áramótalúkk með á næstunni en mig langaði nú samt að sýna ykkur pallettuna betur fyrst svo að hin færslan geti snúist aðallega um lúkkið sjálft.

Pallettan heitir Fashion Fanatic og er hluti af Girls línunni sem að inniheldur sex pallettur allt í allt sem allar eiga að túlka mismunandi persónueinkenni. Palletturnar innihalda átta augnskugga og eitt ljómapúður sem innihalda nýja formúlu svo formúlan í pallettunni er ekki gamla góða MAC formúlan sem maður þekkir. Ég er því spennt að leika mér aðeins með þessa seinna í dag og sjá hvort að hún er betri, verri eða bara svipuð.

Hér sjáið þið þó litaprufur af öllum litunum og ljómapúðrinu í pallettunni en augnskuggarnir og púðrið lofa góðu. Það þarf að byggja suma litina aðeins upp en það er oft bara þægilegt, sérstaklega með svona áberandi liti. Það virðist vera einhver mýta í bjútíheiminum og þá sérstaklega á Youtube að allir augnskuggar eða púður þurfi að vera brjálæðislega litsterk en ég er ekki beint sammála því. Ég til dæmis elska kinnaliti sem að þarf að byggja svolítið upp svo ég líti ekki út eins og trúður við fyrstu ásetningu.

Hlakka til þess að pota meira í þessa og gera eitthvað flott áramótalúkk. Svo er bara spurningin hvort á ég að einbeita mér meira að bleiku tónunum í pallettunni eða appelsínugulu tónunum? Nú eða bara báðum og skella í tvær sýnikennslur. Hvað segið þið?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts