4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Farðanirnar og kjólarnir á MET 2016

Jæja standið nú upp og náið ykkur í eitthvað gott nasl til að borða á meðan þið lesið því þessi færsla mun vera löööng! Í gær var haldin sjötugasta MET Gala fjáröflunarhófið þar sem frumsýningin á „Manus x Machina: Fashion in an Age of Technology“ fór fram. Þemað í ár var í takt við sýninguna og mættu skærustu stjörnur heimsins í sínu fínasta framtíðar-pússi. Mig langaði að taka sama 10 uppáhalds farðanirnar mínar frá gærkvöldinu sem og 10 uppáhalds dressin mín

Byrjum á dressunum. Það er ótrúlega gaman að sjá hversu margir tóku þemað alla leið í ár þó það hafi kannski heppnaðist misvel hjá mörgum. Hér eru 10 uppáhalds dressin mín frá kvöldinu :)

Bella Hadid og The Weekend verða nú sjaldan sjaldan sögð ómyndarlegt par en þau tóku sig einkar vel út á rauða dreglinum í gær. Kjóllinn og jakkafötin eru frá Givenchy tískuhúsinu og minnir kjóllinn smá á fræga svarta kjólinn með háu klaufinni sem Angelina Jolie klæddist eftirminnilega hér um árið.

Beyonce-Knowles-Met-Gala-2016-Pictures

Maður sleppur nú ekki að hafa Beyoncé með í kjólaflórunni en hún mætti að þessu sinni án eiginmanns síns á rauða dregilinn og gjörsamlega átti svæðið! Ferskjutóna latex kjóllinn er fullkomlega sniðinn að henni og ég dáist að kraftinum í henni. Það eru ekki allir sem geta haldið tryllta tónleika mörg kvöld í röð í mörgum fylkjum og svo stoppað við í einu galapartíi í leiðinni!

emily-blunt

Emily Blunt var geislandi í kjól frá Michael Kors og fallega kúlan hennar fékk algjörlega að njóta sín.

Karolina-Kurkova

Ótrúlega fallegur og vorlegur kjóll frá Marchesa sem tékkneska fyrirsætan Karolina Kurkova klæddist.

chloe-grace-moretz

Chloë Grace Moretz klæddist kjól frá merkinu Coach.

bee-shaffer-met-gala-2016

Dóttir Anna Wintour hún Bee Shaffer klæddist gullfallegum kjól frá Alexander McQueen í gærkvöldi. Kjóllinn var þó að mínu mati fallegri að aftan en að framan en þar sem hann er svona svakalega fallegur að aftan þá fær hann að vera með :)

poppy-delevingne-met-gala-2016

Poppy Delevigne klæddist klárlega einum af uppáhalds kjólunum mínum þetta kvöld! Það er eitthvað við hann sem er svo fáránlega töff! Kjóllin kemur frá haustlínu Marchesa 2016.

katie-holmes

Katie Holmes í kjól frá Zac Posen.

emma-watson

Emma Watson klæddist afar sérstöku dressi frá Calvin Klein en það er að hluta til unnið úr endurvinnanlegum efnum eins og plasti. Hún fór sjálf yfir hvern einn og einasta hluta dressins en þið getið lesið það sem hún skrifaði um það HÉR.

kate-hudson

Kate Hudson skartaði þessum framtíðarlega kjól frá Versace tískuhúsinu. Ég veit að þessi kjóll er líklegast ekki allra og mér myndi eflaust finnast hann hræðilegur ef það væri ekki fyrir framtíðarþemað í boðinu. Hann smellapassar þó inn í það sem mér finnst gera hann klikkaðislega flottan!

Ókei ég veit ég sagði topp 10 hér fyrir ofan en ég skar niður úr alveg 18 lúkkum svo þessi þrjú fá að fylgja með líka :)

rachel-smith-met-gala-2016

Rachel Smith klæddist einum af uppáhalds kjólunum mínum frá hátíðinni en hann er eins og sniðinn á hana… sem hann er eflaust ;) Kjóllinn er hannaður af Sophie Theallet og hafmeyjusniðið, bronsliturinn og síðermarnar eru að slá í gegn hjá mér!

nick-jonas

Nick Jonas var svo flottur í dökkbláum glansandi jakka.

claire-full-front-zoom-2196e65b-30a7-4270-a0e9-7955dd73d75a

Ef að einhver á að hljóta framtíðarþema-vinninginn þá held ég að sá bikar verði að fara til Claire Danes! Þegar þessi mjög svo Öskubuskulegi kjóll frá Zac Posen mætti á rauða dregilinn þá leit hann nú ekki út fyrir að passa inn í þemað en annað kom svo sannarlega á daginn þegar Claire mætti inn í partíið.

claire-dane

SJÁIÐ BARA FEGURÐINA! Þessi kjóll er sannkallað listaverk og ég get alveg fullvissað ykkur um það að 6.ára ég hefði fallið í yfirlið við að sjá þennan. Stórkostlegur kjóll!

Jæja þá erum við búin að fara yfir uppáhalds dressin mín… sagði ég ykkur ekki annars að þetta yrði löng færsla? ;) Nú skulum við fara yfir uppáhads farðanirnar mínar.

Blóðrauðar varir voru áberandi ásamt nude vörum og augnförðunin var ýmist mjög hlutlaus eða seiðandi en allar farðanirnar áttu lýtalausa húð sameiginlega. Slétt hár og fléttur voru svo áberandi í hártískunni.

gallery-1462238339-beyonce

Byrjum á drottningunni sjálfri. Beyoncé lagði áherslu á augun að þessu sinni og skartaði dökkgrænni smokey förðun. Hún var ekki sú eina sem skartaði dökkgrænum augnskugga þetta kvöld en hún paraði augnförðunina saman með nude varalit, lýtalausri húð og fiðruðum augabrúnum. 

Katie_holmes_makeup_met_2016

Aðaláherslan hjá Katie Holms var greinilega löng augnhár! Bæði efri og neðri agunhárin hennar eiga alla athyglina en hún toppar lúkkið með fallegum ljósbleikum varalit og síðu slegnu hári. 

gallery-1462234993-bella-hadid

Bella Hadid fór náttúrulegu leiðina þegar kom að förðuninni að þessu sinni enda engin ástæða til annars! Grænu augun hennar vöru örlítið römmuð inn með ljósbrúnum augnskugga, þunnri eyeliner-línu og svörtum maskara. Minimalískt og flott.

Blake-Lively-Met-Gala-2016

Ef það er einhver sem kann að „púlla“ „Old Hollywood Glamour“ þá er það Blake Lively! Leikonan sem á von á sínu öðru barni geislaði á rauða dreglinum í gær og undirstrikaði það með ljómandi húð og glansandi rauðum varalit.

GettyImages-527344604

Söngkonan Demi Lovato skartaði kolsvartri smokey augnförðun og sólkysstri húð. Hún tengdi lúkkið svo saman með nude vörum.

2016-met-gala-emma-roberts

Emma Roberts var ein af mörgum sem tengdi förðunina sína við kjólinn sem hún klæddist. Meðfram neðri augnháralínunni skartar hún fjólubláum glitrandi augnskugga sem er algjörlega í stíl við kjólinn. Húðin er höfð eins náttúruleg og hægt er sem og varirnar.

lara-stone

Lara Stone var með L’Oréal Paris snappið í gær þegar hún fór í veisluna og einungis vörur frá L’Oréal voru notaðar til að skapa þetta lúkk. Lara minnir hér óneitanlega á Brigitte Bardot en svarta smokey-ið með silfurlituðu augnkrókunum, ferskjulituðu vörunum, mattri húðinni og hárgreiðslunni hreinlega öskruðu 70s!

Zendaya-Hair-Makeup-2016-Met-Gala

Zendaya skartaði heldur betur seiðandi augnförðun í gær þó ég sé kannski ekki alveg að fíla þetta Bítla-hár. Í förðuninni eru brúnir og bronsaðir tónar í aðalhlutverki og er ekki farið sparlega með augnskuggann í kringum augun. Hrikalega flott!

rita_ora_makeup

Rita Ora skartaði einni af topp þremur förðununum frá kvöldinu að mínu mati. Hér er lögð áhersla á ljómandi húð, litla augnförðun og hlutlausan varalit. Til að tengja lúkkið saman við kjólinn er einungis sett silfurlitaður augnskuggi í innri augnkrók og hvergi annarstaðar. Mér finnst þetta eitthvað svo smart og langar alveg rosalega að prófa þetta með Liberty augnskugganum mínum frá Colour Pop. Kannski ég hendi bara í eina sýnikennslu! :)

poppy

Endum þetta á Poppy Delevigne sem átti kvöldið að mínu mati. Mér fannst allt óaðfinnanlegt hjá henni og förðunin passaði með eindæmum vel við kjólinn. Blóðrauðar varir og ljómandi húð – getur ekki klikkað!

Jæja lengra verður þetta ekki… djók, eins og þetta sé ekki orðið nógu langt ;) Ég vona allavega að einhverjir höfðu jafn gaman af þessu og ég!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts