4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Farðanirnar á Grammys 2017

Í gær var 59 Grammy verðlaunahátíðin haldin hátíðleg og margar af skærustu söngstjörnunum mættu að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn. Á Grammy hátíðinni er fólk óhræddara við að taka áhættur í fatavali og förðunum svo ég var mjög spennt að sjá hvað myndi vera mest áberandi á þessum dregli. Gylltir tónar og bronsuð húð áttu klárlega kvöldið en hér getið þið séð mínar uppáhalds farðanir frá kvöldinu.

demi

Demi Lovato skartaði einni af uppáhalds förðuninni minni frá kvöldinu… ef ekki bara minni allra uppáhalds. Demi lék sér með bronsaða og gyllta tóna enda er húðin vel sólkysst og ljómandi. Falleg gyllt smokey förðun og nude varir kóróna svo lúkkið.  

GettyImages-634986384

Beyoncé var með mjög listrænan flutning á hátíðinni þar sem hún kom fyrst fram opinberlega eftir að hafa tilkynnt um óléttu sína. Hún var að vanda stórglæsileg en förðunarfræðingurinn hennar, Sir John gerði hana að gylltri grískri gyðju sem var einmitt innblásturinn fyrir förðunina. Það er bara allt við þetta lúkk sem er æðislega fallegt og mig langar helst bara að hoppa heim og fara að baða mig í gylltum augnskuggum.

lady-gaga

Lady gaga var svo trú sjálfri sér og skartaði fáránlega töffaðri rauðri og gylltri glimmer augnförðun. Húðin var hafð frekar mött og náttúruleg en berjableikar varir og mikill maskari hjálpuðu til við að gera förðunina enn ýktari.

Kat-Graham-Makeup-2017-Grammys

Kat Graham skartaði einni helstu förðunartísku sem hefur þó farið dafnandi undafarnar vikur en það eru glimmer varir. Ég verð nú að segja að hún gerði það einstaklega vel þar sem að aðal áherslan er lögð á varirnar en restin af andlitinu er frekar hlutlaust. Hárið er síðan sleikt aftur sem setur allan fókusinn á varirnar. Elsk’etta.

GettyImages-634958720_master

Tinashe var ein af þeim sem þorði að leika sér með liti á kvöldinu og urðu ferskjutónaðir bleikir og appelsínugulir litir fyrir valinu. Húðin er höfð mött fyrir utan smá ljóma á kinnum og nefi en allt þetta er síðan toppað með hinum fullkomna nude varalit. Svakalega fallegt. 

GettyImages-634966882_master

Tori Kelly var stórglæsileg í gær en hún skartaði frekar náttúrulegri förðun miðað við marga. Hún poppaði þó aðeins upp á lúkkið með berjableikum varalit og hárið var gert stórt og mikið með náttúrulegum liðum. 

Jennifer-Lopez-looked-sensational-on-the-red-carpet-at-the-Grammys-826366

Jennifer Lopez klikkar ekki en hún paraði augnskuggann sinn saman við kjólinn og skartaði því fallegum lavender lit á augunum. Hárið hafði hún að þessu sinni rennislétt svo að öll athyglin var á hálsmálinu á kjólnum. Á varirnar notaði hún svo ferskjutóna varalit sem harmónerar einstaklega vel við kinnalitinn hennar. Hún kann þetta!

adele-grammys-2017

Snillingurinn Adele mætti síðan með sitt klassíska förðunarlúkk nema örlítið ýktara en vanalega. Vængjaður eyeliner, ljómandi kinnar og nude varalitur. Klikkar ekki.

Nú bíð ég bara spennt eftir óskarnum og förðununum sem við munum sjá þar! Hver voru annars ykkar uppáhalds lúkk frá gærkvöldinu?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Lúkk gærkvöldsins!
Jii það var svo gaman hjá mér í gær! Ég var svo heppin að fá boð í launch partí hjá NYX Professional Makeup hér í Köben þar sem nýju Love You S...
Time's up!
Ég ætlaði að skrifa færslu eins og ég geri alltaf eftir helstu verðlaunahátíðirnar, þar sem ég fer yfir mínar uppáhaldsfarðanir frá kvöldinu og...
Hátíðarsýnikennslur væntanlegar!
Ég er heldur betur búin að vera dugleg þessa helgina! Enn sem komið er hef ég tekið á mynd fjórar hátíðarsýnikennslur alveg skref fy...
powered by RelatedPosts