Farðanirnar á Golden Globe 2017

Í gær var 74 Golden Globe verðlaunaafhendingin haldin hátíðleg. Eins og alltaf mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi en að þessu sinni var það kvikmyndin La La Land sem kom sá og sigraði. Myndin hlaut alls sjö verðlaun og sló þar af leiðandi met en engin ein mynd hefur hlotið jafn mörg verðlaun á hátíðinni. Ég var orðin spennt að sjá myndina nú þegar en þetta ýtti heldur betur undir spenninginn!

Eins og áður langar mig að taka saman mínar uppáhalds farðanir frá kvöldinu en ég held að ég hafi aldrei tekið Golden Globe sérstaklega fyrir svo það er um að gera að byrja núna! Nude varir og taupe-/fjólulitaðar farðanir voru áberandi á kvöldinu sem og löng og falleg augnhár sem römmuðu inn augun. Hér er heldur betur hægt að fá innblástur fyrir vorfarðanir ef fólk er farið að huga að þeim en ég get sjálf ekki beðið eftir vorinu og öllu sem því fylgir í snyrtivöruheiminum :)

emma-stone-zoom-f6b1fbc3-a5bb-4523-a3c0-a25d1395ffc8

Það  er ekki annað hægt en að byrja á henni Emmu Stone! Hún gjörsamlega geislaði í gær og fór heim með eina styttu fyrir frammistöðu sína í La La Land. Emma eins og margar aðrar á hátíðinni skartaði afar náttúrulegri förðun. Bleikir tónar voru í aðalhlutverki hjá henni en hún notaði sama bleika tóninn á kinnarnar og hún notaði í glóbuslínuna á augunum. Á augun setti hún svo smá silfurlitaðan til að para saman við kjólinn og bleiki nude varaliturinn toppaði síðan lúkkið.

kristen-bell-zoom-d15a3b22-5634-4a6b-8e60-f01e3e9eca3e

Hárið hennar Kristin Bell finnst mér vera alveg tjúllað en förðunin er engu síðri. Á henni má sjá mjög vægt cut crease sem er dregið út í vængjaða skyggingu yst á augnlokinu. Meðfram neðri augnháralínunni er settur dekkri skuggi til að skapa smá Marilyn Monroe skyggingu en hún ýkir augnhárin enn frekar og fær þau til að virðast vera lengri. Andlitið hefur hún svo frekar hlutlaust en ljómandi og setur æðislegan nude lit á varirnar.

janelle-monae

Janelle Monáe endurspeglaði hárið sitt í augnförðuninni með því að setja tvær silfuritaðar doppur á neðri augnháralínuna. Efra augnlokið reynir hún að hafa hlutlaust en mótar það samt með hlýtóna brúnum skuggum. Í efri og neðri vatnslínuna setur hún svo svartan kolablýant og toppar lúkkið með þéttum aunghárum. Varirnar virðast svo einungis vera teiknaðar með varablýanti og varasalvi svo settur á þær til að gefa þeim smá glans.

mandy-moore

Mandy Moore fékk brúnu augun sín til að skína með því að bera skógargrænan lit meðfram neðri augnháralínunni. Til að fullkomna lúkkið setti hún nóg af maskara á augnhárin, bleikan nude varalit á varirnar og rósrauðar kinnar.

lily-collins

Lily Collins var stórglæsileg í gær og hún var ein af þeim fáu sem að skörtuðu djörfum varalit á vörunum. Lily leyfir hvítu húð sinni að njóta sín til hins ítrasta og notar einungis einn litatón á augun. Hún settur létta hulu af mauve lituðum skugga á augnlokið og dregur hann aðeins upp yfir glóbusinn og á augnbeinið. Ég veit til dæmis um einn lit úr Blushed Nudes pallettunni frá Maybelline sem yrði fullkominn í þetta verk! Hún leggur síðan mikla áherslu á löng efri augnhár en setur einungis lítinn maskara á neðri augnhárin. Hún hefur svo sama litartón á kinnunum og hún er með á augunum en á varirnar poppar hún aðeins upp á hlutina með blóðrauðum og möttum lit. Ég hugsa að þetta sé uppáhalds lúkkið mitt frá kvöldinu – algjört æði!

priyanka-chopra-makeup-hair-golden-globes-2017

Priyanka Chopra skartaði heldur betur seiðandi förðun en hún gjörsamlega smellpassar við hennar litarhaft og þá sérstaklega kjólinn. Bronsaðir tónar á augun, þétt augnhár og sterkar vínrauðar varir fara henni alveg svakalega vel.

teresa-palmer

Teresa Palmer lagði mikið upp úr fallegum og stórum augabrúnum og ég er að fíla það í tætlur! Frekar hlutlaus augnförðum með löngum ytri augnhárum, úfnum augabrúnum og skærrauðum varalit kom Teresu inn á topplistann hjá mér.

felicity-jones

Þetta hár og þessi förðun! Ég veit ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá Felicity Jones. Seiðandi og smokey augnförðun sem samanstendur af gráum, svörtum og silfurlituðum tónum Húðin er síðan alveg mött og lýtalaus og þessi fallegi ljósbleiki varalitur. Fullkomið!

millie-bobby-brown

Það er nú meira hvað þessi unga dama er mikil stjarna í mínum augum. Það kannast nú eflaust allir við Millie Bobby Brown úr Stranger Things þáttunum en hún mætti í öllu sínu veldi á rauða dregilinn í gær. Ég elska hvað förðunin var náttúruleg, falleg og algjörlega við hæfi fyrir jafn unga stelpu og Millie en hún er aðeins 12 ára gömul. Húðin var látin njóta sín enda ekki annað í stöðunni, augnförðunin frekar hlutlaus en poppað upp á lúkkið með frísklegum bleikum varalit og bleikum roða í kinnum. Virkilega fallegt lúkk á henni Millie sem margar ungar stúlkur mættu apa eftir frekar en mörgum Instagram sýnikennslunum ;)

ruth-negga

Ruth Negga skartaði fjólutóna smokey förðun sem er auðveldlega hægt að ná með hátíðarpallettunni Auda[CITY] in London frá Lancôme. Þétt og löng augnhár setja punktinn yfir i-ið í augnförðuninni en á andlitið sjálft og varirnar eru mikið notaðir mauve-/brúnir tónar sem að passa einstaklega vel við augnförðunina.

kerry-washington

Hún Kerry klikkar ekki en hún kaus að byggja lúkkið svolítið upp í kringum berjalitaðar varirnar. Liturinn gjörsamlega smellpassar við hennar litarhaft þó hann mætti vera aðeins þéttari en með honum hefur hún augnförðunin frekar hlutlausa en sleppir þó ekki að setja á sig löng og þétt augnhár. Meðfram efri augnhárunum setur hún ágætlega þykka línu af fljótandi eyeliner til að fela skilin á milli hennar augnhára og gerviaugnháranna og til að ýkja þau enn frekar.

 

gillian-anderson

Gillian Anderson lagði mestu áhersluna á bronsaða og ljómandi húð. Enn og aftur sjáum við löng augnhár sem greinilega áttu rauða dregilinn í gær en þau voru pöruð með léttri smokey förðun og mjög hlutlausum vörum.

nicole-kidman

Nicole Kidman var stórglæsileg með silfraða augnförðun en mikið var sett af dökkum silfurlituðum skugga meðfram neðri augnháralínunni og hann dreginn svolítið aftur til að stækka augnsvæðið. Grátóna brúnn augnblýantur er svo settur í efri og neðri vatnslínuna en förðunin er svo að sjálfsögðu kórónuð með löngum augnhárum og nude vörum.

blake-lively-makeup-hair-golden-globes-2017

Blake Lively er alltaf óaðfinnanleg og var gærkvöldið engin undantekning. L’Oréal talskonan lagði sérstaka áherslu á sólkyssta húð og bronsaða tóna en hún skartaði brúnu og bronsuðu smokey sem náði frekar langt út af augnsvæðinu. Gylltur augnskuggi var síðan settur í innri augnkrók og glansandi bleikur gloss á varirnar.

hailee-steinfeld

Síðast en ekki síst er það hún Hailee Steinfeld sem valdi að þessu sinni förðun sem smellapassaði við kjólinn hennar. Brúnu augun hennar fengu að njóta sín með fjólutónaðri augnförðun og vængjuðum ytri augnhárum. Augabrúnirnar voru hafðar svolítið villtar enda er Hailee með fáránlega flottar augabrúnir!

Þar hafið þið það! Þetta voru mínar uppáhalds Golden Globe farðanir þetta árið og er nokkuð augljóst eftir þessa yfirferð hjá mér að nude varir, löng augnhár, náttúrulegar augabrúnir og mött húð er klárlega málið í vor. Maður er smátt og smátt að sjá skarplega skyggð andlit hverfa og kinnaliturinn er meira og meira notaður til að móta andlitið. Það er meira minn tebolli svo ég er að fíla það í tætlur! En hvað segið þið, hver var ykkar uppáhalds förðun frá kvöldinu?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts