4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Falleg vorlökk

Ég veit ekki hvað það er en það er eitthvað við vorið sem mér finnst kalla á pastelliti! Þegar ég sit og skrifa þetta er ég einmitt með fallega mintu-pastel grænan lit á nöglunum sem ég ætla að sýna ykkur í neglum vikunnar annað hvort í þessari viku eða næstu.

Þar sem það er nú farið að vora svona aðeins úti (þrátt fyrir þennan leiðinda snjó sem laumar sér alltaf inn aftur) langaði mig til að taka saman smá lista yfir nokkur falleg vornaglalökk sem væri tilvalið að skarta um páskana.

Falleg_vorlokk

 1. Sally Hansen Xtreme wear – 481 Breezy Blue. Rosalega fallegur ljósblár sem leynist niðri í skúffu hjá mér og ég mun pottþétt setja á neglurnar næst. Kannski ég sýni ykkur hann bara líka bráðum ;)

2. OPI – Suzi Shops & Island Hops. Þessi litur er hluti af nýju vorlínu OPI sem nefnist Hawaii.

3. Dior – 244 Majesty. Þessi er hluti af vorlínu Dior þetta árið og er því seldur í takmörkuðu upplagi en fallegur er hann.

4. Barry M Speedy Quick Dry Nail Paint – Stop The Clock. Þessi lökk hef ég ekki prófað en þau eiga víst að þorna hraðar en önnur naglalökk. Þessi litur er pastel gulur, virkilega girnilegur!

5. Sally Hansen Miracle GEL – 120 Bare Dare. Þennan á ég og ætla að sýna ykkur við tækifæri. Sjúklega fallegur nude litur. Hann er svona í ljósari kanntinum svo hann hentar vel fyrir vorið.

6. The Body Shop Color Crush – 230 Apricot Kiss. Þessi litur sem er hluti af sumarlínu Body Shop er svolítið einstakur að mínu mati. Hann er appelsínugulur en byggir greinilega á hvítum grunni svo hann er frekar þéttur. Þennan ætla ég líka að sýna ykkur bráðum.

7. OPI – That’s Hula-rious. Þessi litur frá OPI er einnig í nýju Hawaii línunni og er hann klárlega einn af uppáhalds litunum mínum úr henni. Hann var bara of svipaður þessum græna sem ég er með á nöglunum núna svo ég tími ekki að kaupa hann.

8. Maybelline Color Show – 110 Urban Coral. Þennan keypti ég síðasta sumar og ef þið eruð hrifin af allskonar kórallitum þá mun þessi ekki bregðast ykkur.

Vonandi veitti þessi listi ykkur einhvern innblástur fyrir páskana. Nú er bara að ákveða sig hvaða lit maður ætlar að naglalakka sig með næst :)

 

PS. Mig langaði rétt að hvetja alla þá sem eru búnir að taka þátt í gjafaleiknum fyrir rósahárbandið hér á síðunni að endilega skrifa nafnið sitt eða eitthvað annað í athugasemd við þá færslu. Það hjálpar mér að hafa samband við ykkur ef þið skylduð nú vinna hárbandið. Ég dreg síðan sigurvegara í lok vikunnar :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
powered by RelatedPosts