Face Paint

81-pUze4ZTLÞetta er bók sem ég verð að eignast þegar hún kemur út. Höfundurinn er enginn annar en Lisa Eldridge og ef þið vitið ekki hver hún er þá hvet ég ykkur til að kíkjá á síðuna hennar www.lisaeldridge.com strax í dag! Hún er ein af færustu förðunarfræðingum í heiminum í dag og hefur farðað hverja stórstjörnuna á eftir annarri. Núna starfar hún einnig sem „Creative Director“ hjá Lancome og er búið að vera frekar gaman að fylgjast með nýjungunum sem hafa komið á markað frá þeim eftir að hún tók við :)

En aftur að bókinni sem er væntanleg í sölu erlendis 13.október næstkomandi (alltof langt í það)! Bókin fjallar um sögu förðunar-/snyrtivara allt frá andlitsmálningu í fornöld og yfir í förðunarvörur eins og við þekkjum þær í dag. Ég held að hún verði alveg örugglega mjög áhugaverð og allt öðruvísi heldur en þessar týpísku kennslu-snyrtivörubækur. Hlakka til að eignast þessa og lesa mér til um þróunarsögu förðunar!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Jólabókaflóð
Mikið vona ég að þið hafið haft það yndislegt yfir hátíðina með fólkinu ykkar. Ég er allavega búin að borða á mig gat og meira en það og búin...
Jólabókin í ár: Andlit
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alltaf svo gott að fá allavega eina bók í jólapakkann. Bækur fengu reyndar að víkja fyrir Simpson s...
powered by RelatedPosts