– Eylure til Íslands! –

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-1

Það er ótrúlegt að sjá hversu stór snyrtivörumarkaðurinn er orðinn hér á landi og sú þróun virðist engan endi ætla að taka! Fyrir mína parta er ég mjög ánægð enda forfallinn snyrtivörusjúklingur en nýjasta merkið sem er væntanlegt til landsins og fer í sölu á morgun er augnháramerkið Eylure! Ég fékk í hendurnar í gær nokkur stórglæsileg augnhár frá þeim og núna kemur ekkert annað til greina en að læra að setja á sig augnhár! Ég hef nefnilega ekkert verið neitt sérstaklega góð í því hingað til nema þau séu þá hálf eða „singles“ :)

untitled-2

Eylure merkið er yfir 65 ára gamalt og var víst eitt af fyrstu augnháramerkjunum í heiminum. Ég las mér til um merkið á netinu og saga þess er ekkert annað en heillandi! Merkið var stofnað af bræðrunum David og Eric Aylott sem voru förðunarfræðingar í kvikmyndabransanum en þeir unnu með stjörnum á borð við Katherine Hepburn. Sophia Loren og Ingrid Bergman. Ástæðan fyrir tilkomu Eylure var einfaldlega þörfin fyrir vörunni en bræðurnir byrjuðu á því að búa til sín eigin augnhár til að ýkja augnumgjörð stjarnanna og notuðu þá hártopps-/hárkollulím til að festa þau á augnlokin. Þetta gekk betur en þeir bjuggust við og út frá þessu fæddist merkið. Bræðurnir voru líka þeir fyrstu sem kynntu fljótandi eyeliner fyrir Bretlandi en það er önnur saga ;)

untitled-4

Merkið er með ótrúlegt magn af augnhárum í boði en maður verður eiginlega að sjá úrvalið til að trúa því þar sem mörg þeirra eru mjög ólík öðrum augnhárum sem ég hef séð persónulega. Það koma líka í sölu allskonar sniðugir aukahlutir fyrir augnhárin eins og „eyelash applicator“, augnhárabrettari og augnháralím svo eitthvað sé nefnt.

Eins og ég minntist aðeins á hér fyrir ofan þá fara augnhárin í sölu á morgun (fimmtudag 24.nóv) og verður komu þeirra fagnað í Lyf & Heilsu Kringlunni kl. 5 til 9 ásamt því að forsala verður á nýja demantasvampinum frá Real Techniques. Ég sýni ykkur hann að sjálfsögðu betur í sér færslu bráðum en hann fer í almenna sölu 1.des ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
KKW x Kylie
Ég verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að ge...
powered by RelatedPosts