ESSIE X Camilla Pihl: GJAFALEIKUR!

Leikurinn er gerður í samstarfi við Essie

untitled-2

Fyrir stuttu síðan sýndi ég ykkur nýja samstarfið hjá Essie í Noregi við norska bloggarann Camillu Pihl en núna langar mig að sýna ykkur hvert og eitt lakk sem hún valdi í línuna betur ásamt því að setja í gang ótrúlega veglegan gjafaleik þar sem að fjórir heppnir aðilar geta eignast öll lökkin í línunni ásamt All-In-One lakkinu sem er uppáhalds undir-/yfirlakkið mitt! Eins og ég sagði í síðustu færslu þá er þetta annað samstarf Essie í Noregi við Camillu en í þetta sinn valdi hún sex lökk sem minntu hana á síðastliðna tískuviku í New York. Öll lökkin fást hér heima en þetta eru samt allt lökk sem hafa verið til og ég hef bara aldrei tekið eftir þeim áður! Magnað hvað svona samstarf fær mann til að taka eftir lökkum sem hefðu annars líklegast farið framhjá manni. En skoðum aðeins betur hvern og einn lit :) 

untitled-4

Over the knee er fallegur grátóna brúnn  með örfínni koparsanseringu. Virkilega fallegur litur en koparsanseringin setur flottan punkt yfir i-ið og gerir litinn svolítið sérstakan.

untitled-16

Stylenomics er litur sem ég skil bara ekki að ég hafi ekki átt né vitað af! Þetta er án efa fallegasti Essie litur sem ég hef séð og ég hef séð þá marga! Djúpur skógargrænn sem smellpassar alveg inn í hátíðarnar.

untitled-17

Cocktail Bling er blátóna grár, þéttur og flottur og maður kemst alveg upp með að setja bara eina umferð af þessum á neglurnar. Flottur kaldtóna litur fyrir veturinn.

untitled-18

Þessi eins og sá brúni hér fyrir ofan er svolítið sértakur en þessi heitir Demure Vix og er grátóna bleikur með lithverfri bleikri sanseringu. Hann minnir mig pínu á lithverfa litinn úr Retro Revival línunni en þessi er samt töluvert þéttari.

untitled-19

Tea & Crumpets er fullkominn krem-sanseraður litur. Þessi hentar þeim sem vilja bara vera með léttan lit á nöglunum en samt hafa smá fútt í honum.

untitled-20

Not just a pretty face er svo fyrir þá sem vilja sleppa fúttinu sem er í litnum hér fyrir ofan en hafa bara fallegan og náttúrulegan bleikan og glansandi lit á nöglunum.

untitled-1

Með þessari færslu fór í gang stórfenglegur leikur inni á Facebook síðu Belle.is þar sem 4 heppnir aðilar munu vinna öll lökkin sem þið sjáið hér fyrri ofan ásamt All-In-One yfir-/undirlakkinu!!! Endilega kíkjið á það og takið þátt HÉR!❤️ 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Leikurinn er gerður í samstarfi við Essie

5 Comments

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   20/11/2016 / 21:32

   Þau eru æðisleg!?

 1. Avatar
  Guðrún Kr Ivarsdóttir
  20/11/2016 / 22:27

  Já takk fyrir :)

 2. Avatar
  Lovísa sigurðar
  20/11/2016 / 23:13

  Mer langar u

 3. Avatar
  Lilja Ólafsdøttir
  21/11/2016 / 19:31

  Þetta eru bestu lôkk sem ég hef notað, get farið þrisvar í sund og það sést varla nokkuð á lakkinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts