Essie erlendis: Ný gel lökk!

Færslan er ekki kostuð

essie-gel-couture-359

Ef það hefur ekki komið alltof oft fram hjá mér á þessari síðu þá elska ég Essie! Það er líka ástæðan fyrir því að ég varð sérstaklega spennt í síðustu viku þegar ég sá að Essie er að setja á markað erlendis nýja tveggja þrepa gel línu. Línan ber heiti Gel Couture og inniheldur 42 liti ásamt yfirlakki sem á að líkja eftir endingu gel lakks svo lakkið á að geta enst á nöglunum í allt að 14 daga. Ég persónulega trúi því auðveldlega þar sem venjuleg naglalökk frá Essie eiga það til að endast svo lengi á mínum nöglum :)

Screen Shot 2016-05-18 at 20.41.11

Flöskurnar hafa fengið smá yfirhalningu í þessari nýju línu og eiga að aðgreina „gel“ lökkin frá venjulegu Essie lökkunum. Hönnuðir Essie gerðu það á snilldarlegan hátt en þetta er eiginlega bara venjuleg Essie flaska með pínu „twist-i“ sem er nákvæmlega það sama og þessi nýju lökk eru. Litirnir 42 eru undir áhrifum tískusýninga og á glasið að vera eins og snúningur á fallegum kjól þegar fyrirsætan gengur í honum eftir tískupallinum. Línunni er skipt upp í fjóra mismunandi hópa og eiga þeir allir að tákna stigin sem hönnuðir fara í gegnum við að setja saman tískusýningu.MTM4MzUwNTIwNTUyMTM4MDU0Hér sjáið þið svo öll lökkin sem eru í línunni og í hvaða hópi þau eru. Mig langaði að segja ykkur rétt svo frá því hvað hver og einn hópur á að tákna og hvort þið hafið kannski fattað það bara með því að horfa á myndina :)

Atelier: Leggur áherslu á hlutlausa nude liti sem eru innblásnir af blúndum og öðrum efnum sem fara í það að skapa fötin sem rata á tískupallana.

First LookEru pastellituð lökk sem eiga að fanga stemminguna rétt áður en að fatalínan er sýnd.

Fashion Show: Er hópur af kröftugum litum sem eiga að fanga spennuna og tískusýninguna sjálfa.

After Party: Litirnir hér eru dýpri og dekkri en hinir og að taka neglurnar inn í nóttina og partýin sem fylgja á eftir tískusýningunni.Screen Shot 2016-05-18 at 20.55.53

Þetta er svo yfirlakkið sem á að nota til að fá litina til að endast svipað lengi og gel lökk. Línan er væntanleg í verslanir í Bandaríkjunum í júní svo ef einhver er á leiðinni út þá mæli ég klárlega með því að þið kíkið á þessi og kaupið kannski svona tvö eða þrjú fyrir mig í leiðinni ;)

Svo er bara að bíða og sjá hvort þessi rati ekki í verslanir hér á landi á þessu ári eða næsta! Ég bíð spennt! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
powered by RelatedPosts