Engla primer

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_5222

Mig langaði að sýna ykkur vöru frá NYX sem ég er búin að vera að nota fáránlega mikið undanfarna mánuði. Varan er Angel Veil Skin Perfecting Primerinn en hann fékk ég í jólagjöf frá merkinu síðastliðinn desember. 

IMG_5224

Primerinn er silíkon farðagrunnur svo ef þið fílið ekki svoleiðis grunna þá hentar þessi ykkur örugglega ekki, en ef þið hinsvegar elskið þá eða vitið ekki hvað það þýðir þá skuluð þið endilega lesa meira :) Silíkon farðagrunnar sitja ofan á húðinni eins og hula þar sem þeir fylla upp í húðholur og fínar línur og sjá til þess að allur farði sem er settur ofan á hann renni léttilega og vel á húðina. Angel Veil farðagrunnurinn er hinn fullkomni silíkon grunnur en ég hef mikið verið að nota hann einan og sér bara.

IMG_5225

Þá ber ég dálítið af honum á T-svæðið mitt en þar sem að grunnurinn er hvítur birtir hann örlítið yfir andlitinu mínu og húðholurnar mínar verða nánast ósýnilegar – án gríns! Hann mattar líka húðina svo að ég verð ekki olíumikið á T-svæðinu mínu yfir daginn. Angel Veil er líka talinn vera fullkomin eftirlíking af Veil Mineral primernum frá Hourglass en hann er töluvert dýrari en þessi svo ef þið viljið ekki skella ykkur út í þá fjárfestingu þá mæli ég með að þið prófið þennan.

IMG_5223

Ég hef líka eitthvað notað grunninn undir farða og hann virkar vel í það en satt best að segja hef ég mest notað hann einan og sér þar sem hann gefur húðinni minni svo fallega áferð að mér finnst ég ekki þurfa að setja farða yfir hana. Það eru 30 ml í hverri túpu svo maður fær nóg af farðagrunni fyrir peninginn. Mæli með þessum fyrir sumarið!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts