Elsku Sonic!

Vöruna fékk ég að gjöf

Þegar ég sá að Glamglow var að gefa út Sonic maska gat ég ekki annað en nælt mér í eintak! Innri Dreamcast nördinn í mér fékk að ráða ferðinni í þetta skiptið en það sem að maður gat setið við og spilað þennan leik þegar maður var yngri! Ég komst svo sem ekkert áfram í leiknum sjálfum heldur spilaði sama borðið aftur og aftur (þar til að snillingurinn eldri systir mín fór að vinna öll borðin svo ég gat breytt til). Hann Sonic var alltaf í uppáhaldi hjá mér af öllum fígúrunum en ásamt Sonic maskanum er einnig hægt að fá Knuckles og Tails á túpunni. Þið gömlu Sonic aðdáendur þekkið þá nú eflaust ;)

Ég fékk Knuckles á minni túpu en maskinn sjálfur er hálfgerð prufa af hinum vinsæla Gravitymud frá Glaglow en núna er maskinn í bláum búning en ekki silfruðum líkt og er vaninn. Túpan inniheldur 15 g af vöru sem ég myndi segja að væru svona góð 2-3 skipti af maskanum ef hann er settur á allt andlitið. Gravitymud er peel-off maski sem að stinnir húðina og gefur henni ljómandi yfirbragð. Ólíkt mörgum öðrum peel-off möskum sem ég hef prófað þá var þessi einstaklega mjúkur. Þið þekkið þetta eflaust mörg en oft þegar maður notar svona peel-off maska getur það verið einstaklega sársaukafullt – nánast eins og maður hefur smurt lími á andlitið og þarf svo að rífa það af. Þessi maski er alls ekki svoleiðis heldur var mjög auðvelt og algjörlega sársaukalaust að plokka hann af.

Hér sjáið þið svo þennan dásemdar glansandi bláa lit á andlitinu. Það er bara ekki annað hægt en að skella í eina maskasjálfu þegar maskinn er svona fallegur.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts