Electric vorilmur frá DKNY

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_2902-2

Eins og ég sagði í færslunni sem ég birti síðustu helgi þá langar mig að leggja áherslu á að fjalla um nýjar ilmvatnstegundir sem eru eða voru að koma á markað hér á síðunni frekar en að fjalla bara um þá ilmi sem ég nota persónulega. Ef það er eitthvað sem mér finnst skemmtilegast að gera fyrir bloggið mitt þá er það að taka flottar og lýsandi myndir. Ég elska að stilla upp fallegum hlutum fyrir myndatöku og þetta ilmvatnsglas frá DKNY olli mér sko engum vonbrigðum þegar kom að því enda er hér um að ræða einstaklega fallegt glas. Botninn á því er sandblásinn sem skapar skemmtilega áferð en lokið á glasinu er neon appelsínugult og hafið í huga að þegar ég segi neon þá meina ég NEON! Ég átti meira að segja í smá erfiðleikum með að fanga neon litinn á mynd því þeir eiga oftast til að týnast svolítið við myndatökur. Ég get samt vel ímyndað mér hvað þessi á eftir að sóma sér vel á snyrtiborðinu í sumar þegar að sólin er komin hærra á loft og lýsir upp glasið (þó að maður eigi að sjálfsögðu ekki geyma ilmvatnsglös þar sem sólin skín á þau allan daginn ;) ).

image6 (1)

Það þekkja eflaust margir litlu kúluglösin frá DKNY sem einkenna Be Delicious ilmvatnslínuna frá merkinu en Electric línan er vor viðbót við þá vörulínu og er framleidd í takmörkuðu upplagi. Appelsínuguli ilmurinn sem þið sjáið hér á myndunum heitir Citrus Pulse og er ferskur sítrusilmur sem er á sama tíma frekar sætur. Í línunni eru einnig tveir aðrir ilmir en græni ilmurinn heitir Bright Crush og bleiki ilmurinn heitir Loving Glow.

image1 (10)

Electric línan er innblásin af neonljósum New York borgar ásamt vorlyktum sem einkenna borgina á þessum tíma árs. Mér finnst það svolítið skemmtileg pæling og ég væri alveg til í að prufa að fara til New York um vorið með ilminn á mér og finna tilfinninguna. Ég hef þó verið það heppin að fá að upplifa borgina um haust og vetur svo vorið er næst á dagskrá! Hér fyrir neðan getið þið svo séð styrkleika grunn-, hjarta- og toppnótna ilmsins Citrus Pulse.

Screen Shot 2016-03-22 at 17.35.45

Screen Shot 2016-03-22 at 17.34.04

Screen Shot 2016-03-22 at 17.30.40

image5 (2)

Ilmurinn er mjög ferskur og vorlegur svo ef þið fílið ilmi með sætri sítruslykt þá ætti þessi klárlega að hitta í mark hjá ykkur. Ef ekki þá eru tveir aðrir ilmir í línunni sem þið getið kíkt á betur ;) 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

1 Comment

  1. Avatar
    Heiðrún
    26/03/2016 / 00:23

    Þetta er svo flott ilmvatn!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
Vorið frá Miu Miu
Það er háa herrans tíð síðan ég fjallaði um nýtt ilmvatn hérna inni og því um að gera að kippa því í liðinn! Nýlega kom á markað ný útgá...
powered by RelatedPosts