4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Einn ómissandi

Rt_svamputÞað er ekki mikið af snyrtivörum eða öðru tengdu þeim sem mér finnst vera algjörlega ómissandi. Ég verð samt að segja að alveg frá því ég prófaði þennan get ég ekki notað neitt annað til að bera á mig meik. Ég prufaði þennan fyrst fyrir nokkrum mánuðum en þá var hann búinn að sitja ónotaður niðri í skúffu hjá mér í meira en hálft ár áður en ég loksins opnaði hann.

Ég veit ekki afhverju ég var svona hrædd við að prófa hann og beið með það svona lengi en það var eitthvað við það að nota svamp sem mér leist ekkert á. Já Beauty Blenderinn var búinn að vera ótrúlega vinsæll frekar lengi en ég sá það bara ekki fyrir mér að bera á mig meik með svampi. Ég var team burstar!

Svampurinn er í rauninni með þrjár hliðar eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir ofan. Flata endann á svampinum nota ég alltaf til að bera meikið á mig. Ég set alltaf nokkrar doppur á víð og dreif um andlitið og dumpa svo svampinum létt á andlitið og dreifi þannig úr meikinu. Svampinn bleyti ég alltaf áður en ég nota hann því mér finnst áferðin verða bæði léttari og náttúrulegri þegar að svampurinn er rakur. Passið bara að kreista mest allt vatnið úr svampinum áður en þið notið hann. Við það að bleyta svampinn stækkar hann og verður töluvert mýkri og meðfærilegri að mínu mati.

Oddinn á svampinum nota ég til að dreifa úr hyljara undir augunum og hvar annarstaðar sem ég þarf hann. Áferðin sem svampurinn myndar þegar að hann er rakur er eiginlega óaðfinnanleg. Ég verð seint talin hafa prófað fáa hyljarabursta en enginn þeirra myndar jafn fullkomna áferð og svampurinn gerir. Lofa!

Rúnuðu hliðarnar á svampinum er svo í rauninni hægt að nota til að gera hvað sem er. Hvort sem það er að dreifa úr kinnalit eða blanda út skyggingar. Þið getið líka notað rúnuðu hliðarnar til að dreifa úr meikinu en mér persónulega finnst betra að nota flötu hliðina.

214Svona svampur getur samt sem áður verið algjör gróðrastía fyrir bakteríur svo það er mjög mikilvægt að vera dugleg að þrífa hann reglulega svo hann endist lengur. Það er alltaf mælt með því að skipta út förðunarsvömpum á svona þriggja mánaða fresti en það fer voða mikið eftir því hversu mikið þið notið svampinn og hversu dugleg þið eruð að þrífa hann. Ég tel það samt öruggast að skipta svampnum út með reglulegu millibili frekar en að taka einhverjar áhættur.

Ef þið eruð að pæla í að kaupa ykkur nýjan förðunarbursta fyrir andlitið og hafið ekki prufað svamp áður þá mana ég ykkur til að prófa þennan. Þið munuð ekki sjá eftir því :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Demantur í jólapakkann
Þá er kominn fyrsti desember og það þýðir bara eitt! Demanta svampurinn frá Real Techniques er kominn í sölu... og ég má opna fyrsta gluggann...
- Svampagleði -
Munið þið ekki alveg örugglega eftir þessari færslu HÉR? Nú eru tvær af nýju svampategundunum þremur loksins mættar í verslanir hér heima og ...
Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna
Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einu...
powered by RelatedPosts