Ég var að opna nýja Youtube rás!

Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þegar sú síða var í loftinu en ég ákvað að opna bara nýja tengda þessu bloggi þar sem ég ákvað að þessi nýja Youtube rás yrði einungis á ensku! Afhverju á ensku? Af því bara! Mér finnst ekkert óþægilegt að tala ensku og Youtube er svo sjúklega alþjóðlegur vettvangur að ég ákvað bara að gera myndbönd á ensku þannig að fólk sem rambar á myndböndin mín gætu skilið þau! :) 

Ég birti því fyrsta myndbandið mitt á nýju youtube rásinni minni í dag þar sem ég endurskapa smokey lúkk sem að leikkonan Sophie Turner skartaði um daginn. Endilega kíktu á það og subscribe-aðu á Youtube rásina mína svo þú missir ekki af nýjum myndböndum frá mér <3

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts