4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Ég elska þessa!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Það er ekki oft sem ég finn varavöru sem fer ekki af vörunum mínum vikunum saman – enda er ég dugleg að breyta til! Það gerðist þó þegar ég prófaði nýju Honey Lacquer glossin frá Max Factor en áður en ég flutti út fékk ég senda sex af átta litum sem er til af þeim. Síðan þá hef ég keypt mér hina tvo litina sem ég fékk ekki og er búin að ákveða að kaupa mér vara flöskur af þeim litum sem ég nota mest. Ég gjörsamlega elska þessa alveg út í geim og tilbaka og er búin að nota þá alveg svakalega mikið.

Honey Lacquer glossin koma sem sagt í átta mismunandi litum, alveg frá dökkum súkkulaðibrúnum yfir í eldrauðan og fallega bleika tóna. Allir ættu því að geta fundið sér lit sem þeir elska… eða bara verið eins og ég og elskað þá alla ;) Glossin eru svona mitt á milli þess að vera varalitur og gloss. Þau eru ótrúlega litsterk, skilja eftir sig smá lit á vörunum þegar þau hverfa af yfir daginn, hafa glansandi eiginleika gloss en eru samt ekki klístruð og óþægileg á vörunum. Ég þoli oftast ekki gloss svo það að ég geti notað þessi segir mér að þau eru öðruvísi en venjuleg gloss sem ég hef prófað. Þau lykta fáránlega vel, svolítið eins og vanillukaka en lyktin fer þó strax og maður setur vöruna á varirnar svo maður er ekki að þefa af glossinum allan daginn. Ég myndi segja að endingin sé svona 2-3 tímar sem er eðlileg ending fyrir gloss en eins og ég segi þá skilja þau eftir sig smá lit á vörunum eftir þann tíma.

Hér eru svo myndir af litunum sex sem ég fékk en ég tók myndirnar áður en ég keypti hina tvo. Það eru litirnir Honey Nude og Chocolate Nectar.

Fyrstur á dagskrá er ljósasti liturinn af glossunum og jafnframt sá mest notaði hjá mér ásamt Honey Nude. Þetta er liturinn Honey Rose og er virkilega fallegur kaldtóna ljósbleikur. Það þarf smá að byggja þennan upp en mér finnst samt fallegra að vera bara með lítið af glossinu á vörunum til að gefa vörunum frekar náttúrulegan ljósan lit og fallegan glans.

Næstur er Honey Lilac en þessi litur er bleikari en Honey Rose. Þeir sem elska bleika glossa eða bleika varaliti munu því fíla þennan í tætlur en hann er mjög litsterkur og að sjálfsögðu háglansandi eins og hinir.

Indulgent Coral er líka litur sem ég er búin að nota mikið og finnst skemmtilegt að nota hversdagslega þegar ég vil vera með pínu lit á vörunum en samt ekki of mikinn. Þessi kórallitaði gloss parast einstaklega vel saman við kórallitaðan kinnalit eða hlýtóna brúnt smokey. Elska þennan!

Fyrir þá sem þora er þessi eldrauði Marylin Monroe varagloss í litnum Floral Ruby. Þessi rauði litur er frekar kaldtóna, sem sagt með bláum undirtón, svo hann hentar vel þeim sem eru með ljóst eða frekar kaldtóna yfirbragð á húðinni. Mér hefur alltaf fundist kaldtóna rauðir henta mínu litarhafti betur en hlýtóna rauðir svo þessi er alveg fullkominn fyrir mig. Hann er líka fáránlega litsterkur svo það er nánast eins og maður sé með rauðan varalit undir og glæran gloss yfir.

Þá er komið að þeim sem heillaði mig hvað minnst þegar ég prófaði hann en hvað mest þegar ég sé hann á mynd! Regale Burgundy er berjatónað gloss með örfínum vínrauðum shimmerögnum í sem er að sjálfsögðu fullkomið litakombó fyrir haustið. Það þarf samt að byggja þennan upp á vörunum eins og svo oft vill til með dökk gloss en þegar búið er að því þá er það þess virði. Maður fær einhvern svakalega fallegan berjalitaðan stút með þessum og það er alveg að gera sig fyrir haustið finnst mér.

Hérna fattaði ég svo að ég hafði gleymt að taka mynd af Blooming Berry. Ég sver ég var ekki í sambandi þá dagana sem ég tók þessar myndir – enda korter í flutninga til Köben. Ég er of mikill fullkomunarsinni til að taka ekki eins swatch myndir á vörunum mínum, með sömu birtu og í sömu fötum og allt það, svo í staðin tók ég bara mynd af glossinu á hendinni minni ásamt hinum tveimur sem ég keypti mér svo þið getið séð þau líka :)

Hér getið því séð öll glossin sem voru eftir. Frá vinstri til hægri er það Blooming Berry, Chocolate Nectar og Honey Nude. Eins og þið getið séð eru þau alveg jafn litsterk á hendinni og þau eru á vörunum – litapigmentin í þessum eru ekkert að grínast.

Ef þú ert ein/n af þeim sem leggur ekki í vana að kíkja á eitthvað sem birtist í bloggum treystu mér samt og kíktu á þessa! Þeir eru æðislegir og þú munt ekki sjá eftir því :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
Varaliturinn fyrir sumarfríið!
Góðan dag! Það er greinilega komið smá sumar í mig því mér finnst ég vera orðin voðalega löt við að skrifa... allavega svona miðað við vanale...
Nýjungar frá MAC: TImes Nine lúkk
Voðalega var ég glöð að fá tækifæri til að prófa þessa dásemdar fegurð frá MAC sem þið sjáið á þessum myndum. Hér má líta æðislega sumarútgáf...
powered by RelatedPosts