4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Draping: Hvað og hvernig?

Fyrst var það contouring næst var það strobing og núna erum við komin með draping! Það tekur ekki langan tíma fyrir förðunartrendin að breytast en frá svona miðju árinu 2016 erum við búin að sjá draping koma sterkar og sterkar inn og þá sérstaklega núna árið 2017. En hvað er eiginlega draping og hvernig get ég gert það? Í þessari færslu ætla ég að fræða ykkur um hvað draping er og hvernig þið getið notað tæknina í ykkar daglegu förðunarrútínu.

Draping er í stuttu máli sagt sú tækni þegar litur er notaður til að móta andlitið. Það er að segja í staðin fyrir að nota skyggingarlit til að móta andlitið eru notaðir litsterkari kinnalitir til þess að gefa andlitinu fallega mótun. Þessi tækni minnir óneitanlega á förðunartrend 80’s tímabilsins en það var einmitt förðunarfræðingurinn Way Bandy sem að gerði trendið vinsælt á þeim tíma. Hann var förðunarfræðingur stjarna á borð við Cher og Diana Ross og hann kenndi fólki að móta andlitið eftir þeim einnkennum sem viðkomandi elskaði við sjálfan sig en ekki bara eftir andlitsfallinu sem það var með.

412c2c7fad874b6c0bd12010591e4ca0

Draping er í eðli sínu ekki ósvipað controuring þar sem bæði felur í sér skyggingu á andlitinu en í draping er oftast notaður bleiktóna eða ferskjutónaður kinnalitur í verkið. Það má þó að sjálfsögðu nota þann tón sem þið viljið og hentar ykkar húðlit best. Dekkri kinnalitur er þá settur undir kinnbeinin, á gagnaugað og oftast aðeins á augnlokið. Til að tengja lúkkið er liturinn einnig settur á hálsinn, á bringuna og meðfram öxlunum. Liturinn er í rauninni notaður til að skyggja alla þá beru húð sem mun sjást. Ljósari tónn af sama kinnalitnum er síðan notaður til að blanda út dekkri litinn sem var notaður til að skyggja og gefa manni alvöru náttúrulegan roða.

IMG_4574

Mig langaði að sýna ykkur í nákvæmri sýnikennslu hvernig er hægt að drape-a á sér andilitið á nútímalegan og hversdagslegan hátt án þess að liturinn yfirtaki andlitið. Í verkið ætla ég að nota L.A. Lights kinnalitapallettuna mína frá Smashbox í litnum Pacific Coast Pink. Hana hef ég fjallað um áður en þið getið lesið ykkur til um hana í færslu sem ég gerði HÉR.

IMG_4575

Ég byrja á því að taka dekksta kinnalitinn úr pallettunni á þéttan sjáskorinn bursta. Næst sýg ég inn kinnarnar til að sjá hvar kinnbeinin mín liggja. Ég tylli litnum þar undir og dreg hann alveg frá eyranu og fram. Passið að taka litinn ekki alveg að nefinu heldur stoppið svona undir miðju auganu. Hér erum við í rauninni bara að skyggja og móta andlitið með kinnalitnum.

IMG_4576

Hér sjáið þið hvernig andlitið hefur verið mótað með litnum.

IMG_4578

Með sama lit og á sama bursta ber ég litinn á gagnaugað mitt og dreg hann aðeins inn í hárrótina til að engin leiðinleg skil sjáist og liturinn myndi náttúrulegan roða.

IMG_4579

Hér sjáið þið hvernig ég hef mótað gagnaugað með litnum. Ég dró litinn einnig örlítið inn á augnlokið en ekki of mikið þar sem ég vildi ekki skemma augnförðunina mína.

IMG_4580

Núna tek ég aðeins mýkri bursta en þessi bursti er duo fiber bursti sem er hringskorinn. Á hann tek ég miðjulitinn úr pallettunni en þennan ljósari lit nota ég til að blanda dekkri litinn betur við húðina. Ég brosi örlítið og með hringlaga hreyfingum dreifi ég úr litnum á epli kinnana og dreg hann svo upp til að blanda dekkri litinn saman við. 

IMG_4581

Það sama geri ég meðfram gagnauganu. Að setja litinn svona beint á epli kinnana og dreifa úr honum með hringlaga hreyfingum gefur kinninni meiri fyllingu svo hún virðist vera aðeins bústnari.

IMG_4582

Til að nútímavæða lúkkið aðeins tek ég seinasta ljómandi kinnalitinn út pallettunni og set hann ofan á kinnbeinin bæði til að blanda ljósa kinnalitinn betur út og til að gefa andlitinu pínu meiri birtu og dýpt. Ég nota sama duo fiber burstann í verkið.

IMG_4584

IMG_4583

Hér sjáið þið svo drape-að andlit öðru megin en þið getið vel séð muninn á hvorri hliðinni. Önnur þeirra er töluvert meira mótuð en hin. 

IMG_4585

Hér er ég svo búin að drape-a andlitið báðu megin. Þið sjáið því að það er vel hægt að aðlaga þetta trend að hversdagslegri förðun og gefa andlitinu heilbrigðan og fallegan roða. Ef þið viljið leggja í þetta mæli ég mikið með þessum kinnalitapallettum frá Smashbox (20% afsláttur af Smashbox vörum 6. og 7. apríl) eða pallettum svipuðum þeim þar sem þið fáið nokkra mismunandi tóna af sama kinnalitnum. Það mun hjálpa ykkur við að gera hina fullkomnu draping skyggingu á andlitið. 

Hvað segið þið, hvernig lýst ykkur á þetta trend? Of 80’s? ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts