Demantur í jólapakkann

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-7

Þá er kominn fyrsti desember og það þýðir bara eitt! Demanta svampurinn frá Real Techniques er kominn í sölu… og ég má opna fyrsta gluggann í dagatalinu mínu! Ég er búin að vera að prófa þennan svamp á hverjum degi frá því ég fékk hann í hendurnar og hef því mikið prófað mig áfram með hann.

untitled-8

Ég blaðraði eitthvað um svampinn á Snapchat (rannveigbelle) þegar ég prufaði hann í fyrsta skipti en núna hef ég prófað hann aðeins betur svo ég get vonandi sagt ykkur eitthvað af viti um hann :) Svampurinn er hluti af Bold Metals línunni frá Real Techniques sem gerir hann hluta af lúxuslínu merkisins.

untitled-10

Svampurinn sjálfur hefur 13 hliðar sem nota má til að fá hina fullkomu áferð á andlitsfarðann en hér fyrir neðan getið þið séð hvaða hliðar má nota í hvað:

Toppinn af svampinum má nota til að blanda farða inn í húðina.
Litlu flötu hliðarnar efst á svampinum má nota til að skyggja andlitið, bera á ljóma eða kinnalit.
Stóru flötu hliðarnar má nota til að bera á farða á stærri svæði eins og á ennið og kinnarnar. Þessar hliðar nota ég mikið til að bera á mig hyljara.
Oddinn efst á svampnum má nota til að fela bólur og önnur lýti á andlitinu 

Þetta eru bara nokkrar tillögur af notkun hliðanna 13 en ég hvet ykkur að sjálfsögðu til að prófa ykkur áfram með hann. Ég er búin að vera að því og er rosalega ánægð með hann núna þegar ég er búin að finna hvernig mér finnst best að nota hann.

untitled-14

Þessi svampur er töluvert mýkri en hinir svamparnir frá Real Techniques, dregur í sig meira vatn og gefur því alveg ótrúlega fallega áferð á húðina! Mér finnst hann meira að segja gefa fallegri áferð en Beauty Blenderinn minn en það er að sjálfsögðu bara mín skoðun. Hver einn og einasti svampur er líka einstakur þar sem að marmaramynstrið er öðruvísi hjá hverjum og einum. Flottur svampur sem ætti að spellpassa í jólapakkana hjá öllum Real Techniques aðdáendum :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

- Svampagleði -
Munið þið ekki alveg örugglega eftir þessari færslu HÉR? Nú eru tvær af nýju svampategundunum þremur loksins mættar í verslanir hér heima og ...
Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna
Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einu...
Einn ómissandi
Það er ekki mikið af snyrtivörum eða öðru tengdu þeim sem mér finnst vera algjörlega ómissandi. Ég verð samt að segja að alveg frá því ég prófaði...
powered by RelatedPosts