4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Dásamlegt Dior haust!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_mg_2075

_mg_2083

Ef það er einhver snyrtivörulína sem ég bíð spenntust eftir á hverju einasta ári þá er það haustlínan frá Dior! Ég missti mig aðeins of mikið úr spennningi fyrst þegar ég leit hana augum á netinu en ég bókstaflega beið eftir því að hún yrði frumsýnd! Núna er hún hinsvegar mætt í verslanir hér heima og þar sem það voru að byrja Tax Free dagar í Hagkaup þá finnst mér tilvalið að sýna ykkur línuna betur hér á síðunni í dag. Línan að þessu sinni ber heitið Skyline og eins og undanfarin ár er það meistarinn Peter Philips sem sá um yfirhönnun hennar. Skyline er innblásin af birtunni og skuggum sem einkenna form Eiffel turnsins en Peter sjálfur lýsir Skyline konunni á þennan hátt:

„A figure who aspires to explore every possibility, who likes to play with illusion. A bold, feminine woman in touch with her world.“

Línan og vörurnar í henni leika sér því að ljósi, gegnsæi, styrkleika lita og andstæðum og eru þetta allt einkenni sem hjálpa til við að skapa þá fullkomnu og einstöku haustlínu sem Skyline er – allavega að mínu mati :) En förum aðeins betur yfir hverja og eina vöru sem ég hef til að sýna ykkur!

_mg_2163-2

_mg_2181-2

Ef ég ætti að velja eina vöru úr línunni sem væri mín uppáhalds þá væri það klárlega þessi! Í línunni eru tvær 5 skugga pallettur og er þessi hér í litnum 506 Parisian Sky. Eins og allir augnskuggarnir frá Dior eru þessir silkimjúkir en hver og einn þeirra hefur fallegan perlugljáa. Mynstrið í skuggunum er sama mynstur og er í Eiffel turninum sem gerir pallettuna bara girnilegri að mínu mati þar sem allt sem tengist París heillar mig alveg upp úr skónum. Hin pallettan sem er einnig í línunni heitir Capital of Light og er stútfull af djúpum vínrauðum og brúnum tónum.

_mg_2200

Hér sjáið þið svo hvern og einn lit á handarbakinu mínu. Það er algjör draumur að blanda þessum litum saman en þeir eru trilljón sinnum fallegri á auglokinu en þeir eru á handarbakinu!

_mg_2259

Næst hef ég einn Mono augnskugga til að sýna ykkur betur en þessi er í litnum Fusion. Þetta er ferskjutóna litur með heilum helling af litlum gull glimmerögnum. Ég gæti trúað því að það yrði rosalega fallegt að gera lúkk með þessum og dökkbrúna litnum úr pallettunni hér fyrir ofan en að prufa það er næst á dagskrá hjá mér því mig grunar að það verði tjúllað flott :) Ég ætlaði að sýna ykkur litaprufu af þessum en myndin kom ekki nógu vel út hjá mér en liturinn er rosalega svipaður á húðinni og hann er í umbúðunum.

_mg_2207

_mg_2220

 

Þar sem áhersla er á ljóma og skyggingar í þessari línu er ekki furða að í henni leynist ein snilldar skyggingar- og ljómavara! DiorBlush Light & Contour stiftið kemur í þremur litum en liturinn hér á myndinni er númer 002 Medium Contour. Ég hef sjaldað fundið jafn mjúka skyggingarvöru en bæði skyggingarkremvaran og ljómakremvaran rennur á húðina án allrar áreynslu. Það er líka mjög auðvelt að blanda þessu saman við farða en passið ykkur bara á því að lítið af skyggingarlitnum fer langa leið!

_mg_2363

Hér sjáið þið litaprufurnar á hendinni minni. Hér setti ég ekki mikið af vörunni á mig en eins og þið sjáið vonandi þá eru báðir litirnir mjög þéttir og mjög litsterkir.

_mg_2240

Ef það er eitthvað sem ég get ekki staðist þá eru það flott ljómapúður og þetta frá Dior slær við mörgum þeim sem ég á nú þegar. Púðrið kemur í einum lit en það er liturinn sem þið sjáið hér og er númer 001. Í púðrinu sér maður móta smá fyrir sama Eiffel mynstri og er í augnskuggapallettunum sem tengir það vel við restina af línunni. Púðrið sem þið sjáið hér á myndinni er tester en í verslunum kemur púðrið í vanalegu stál Dior öskjunni en einnig fylgir lítill Kabuki bursti með ef ég man rétt.

_mg_2343

Hér sjáið þið svo móta fyrir ljómapúðrinu á hendinni minni. Liturinn á þessu er mjög hentugur fyrir marga mismunandi húðliti en það var einmitt markmiðið hjá Dior að hanna lit sem margir gætu aðlagað að sínum húðlit.

_mg_2280

_mg_2288

Í línunni eru einnig 4 nýjir litir af Dior Addict varalitunum en ég er með litinn Sophisticated. Varaliturinn er mjög sérstakur þar sem hann er brúnn en samt pínu gegnsær og á sama tíma inniheldur hann lithverfar agnir sem láta varalitinn grípa ljósið á mjög óvenjulegan og skemmtilegan máta.

_mg_2376

Liturinn er alveg ofboðslega fallegur á vörunum og mjög einstakur en ég held ég hafi aldrei séð neinn annan varalit sem svipar til þessa hér. Myndin hér fyrir ofan gefur honum engan vegin nógu góð skil en ég læt hana fylgja með þrátt fyrir það :)

_mg_2275

_mg_2326

Síðast en alls ekki síst er ég með naglalakkið Skyline. Línan inniheldur 4 lökk en þetta hér er án efa mitt uppáhalds af þeim. Liturinn er mitt á milli þess að vera vínrauður og brúnn og er eiginlega þessi fullkomni haustlitur þegar kemur að naglalökkum. Ég þarf tvær umferðir af þessum lit til að ná fullri þekju en ég set vanalegast tvær umferðir af öllum lökkum á mig svo það gerir ekkert til.

_mg_2071

Ég held það sé ekki annað hægt en að heillast upp úr skónum af hverju einustu línu sem Peter Philips er búinn að hanna fyrir Dior og er Skyline línan þar engin undantekning! Sjón er að sjálfsögðu sögu ríkari svo ef þið eigið leið framhjá Dior básnum á Tax Free þessa helgina þá hvet ég ykkur að sjálfsögðu til að kíkja á þessar gersemar og restina af gersemunum sem línan hefur upp á að bjóða – mig grunar að þið eigið ekki eftir að sjá eftir því! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
powered by RelatedPosts