Contour óskalistinn

Contour_oskalistinnHann fer ört vaxandi óskalistinn minn þegar kemur að skyggingar (contour) vörum. Í fullkomnum heimi myndi ég líklegast kaupa mér þetta allt en ég held ég geti alveg sætt mig við að eignast bara eitt… eða kannski tvennt af listanum. Það er búin að vera algjör sprenging í skyggingarvörum undanfarið og ég held að það sé pínu góðvinkonu minni henni Kim Kardashian að þakka. Það liggur við að þú sért ekki með alvöru förðunarmerki nema þú býður upp á einhverskonar skyggingarvöru svo vinsælt er þetta orðið.

Ég hef oft heyrt þá umræðu um að konur séu að skyggja andlitið sitt til að breyta lögun þess því þær eru ekki ánægðar með sig og ég veit ekki hvað og hvað. Ég er algjörlega ósammála þessu því að það að farða sig á að vera skemmtilegt og það sem gerir það svona skemmtilegt er að þú hefur frjálsar hendur og getur leikið þér eins og þú vilt. Það að þú skyggir á þér andilit segir manni ekkert til um hvort þú sért óánægð með útlit þitt. Það segir mér bara að þér finnst gaman að skyggja á þér andlitið hvort sem þú ferð all in eins og Kim K eða setur bara léttan lit undir kinnbeinin.

Mig langaði að sýna ykkur þær 6 vörur sem eru efstar á óskalistanum mínum um þessar mundir og segja ykkur aðeins frá þeim :)

1. Kat Von D – Shade + Light Contour Pallette: Ég sver youtube skvísurnar sem ég fylgist með eru allar að missa vatnið yfir þessari pallettu og er það eiginlega eina ástæðan fyrir að mig langar að prófa hana. Pallettan inniheldur 3 púður highligtera (plís segið mér íslensku þýðinguna á þessu!) og 3 púður skyggingarliti. Mér finnst pínku kúl að pallettan er með jafn marga highlightera og skyggingarliti svo þú ætti alveg að geta fundið highlighter sem hentar þínum húðlit. Pallettan fæst í Sephora HÉR.

2. Anastasia Beverly Hills – Contour kit: Þessi palletta er nú eiginlega orðin pínu kult klassík. Mér finnst eins og ég hafi lesið einhverstaðar að þetta sé skyggingarpallettan sem að startaði öllu þessu æði. Vinsældir hennar urðu svo miklu meiri en fyrirtækið gerði ráð fyrir og síðan þá hafa þeir til dæmis komið með kremskyggingar pallettur. Mig langar mest að prufa Banana litinn sem er gultóna púður highlight sem á að birta vel undir augunum þegar maður er með mikil baugu. Contour kit pallettan fæst í Sephora en hana er einnig hægt að kaupa á Íslandi HÉR.

3. Make Up For Ever – Pro Sculpting Duo: Þetta er ekki beint skyggingarpalletta en þetta er tvenna sem að inniheldur einn bronzer og einn highlighter. Báðir litirnir eiga að gefa andlitinu fallegan bjarma og las ég á netinu að þetta er ekki beint púður og ekki beint krem heldur meira svona mitt á milli. Það er síðan hægt að blanda litunum saman með því að snúa burstanum yfir þá báða. Þá er hægt að fá þriðja litinn. Duo-ið fæst í Sephora HÉR.

4. Smashbox – #Shapematters Pallette: Þessi er alveg spunkuný og þá er ég að tala um SPLUNKUNÝ! Hún kom bara í verslanir í síðustu eða þar síðustu viku. Þetta er skyggingarpalletta sem tekur á öllu sem er mögulega hægt að skyggja. Það eru þrír litir þar af eitt augnabrúnavax til að móta augabrúnirnar, fjórir litir til að skyggja andlitið og 9 litir til að móta augun. ME WANTS IT! Pallettan fæst í Sephora HÉR.

5. Marc Jacobs Beauty – #Instamarc Light Filtering Contour Powder: Ég held að þessi púður eru eins einföld og beisik og þau gerast. Einn highlighter og einn skyggingarlitur í mjög svo stílhreinum umbúðum. Fyrst þegar ég sá þessa vöru þá var ég ekkert sérstaklega spennt, mér fannst þetta vera of beisik. Síðan þá er ég búin að sjá þetta notað í fullt af myndböndum og mér lýst bara ágætlega á þetta. Ég væri allavega alveg til í að pota smá í litina. Fæst í Sephora (að sjálfsögðu) HÉR.

6. NYX – Highlight & Contour Pro Pallette: Ókei mig langar í allt þetta hér fyrir ofan en ég veit að ég mun enda með að kaupa mér bara þessa því ég er sjúklega spennt fyrir henni! Þessi palletta er svona tiltölulega ný og er hún ekki ennþá komin til Evrópu svo ef þið vilt nálgast hana þá getið þið gert það í Bandaríkjunum. Þessi inniheldur 8 liti þar af 4 skyggingarliti og 4 highlightera sem eru ýmist mattir eða glansandi. Pallettan er eiginlega bara fáránlega ódýr því hún kostar einungis 25 dollara. Það sem mér finnst vera best við pallettuna (og haltu þér fast) er að það er hægt losa alla litina úr pallettunni svo það er hægt að kaupa áfyllingar eða jafnvel aðra liti fyrir þá sem eru nú þegar í palletunni. Fyrir vöru sem að kostar svona lítið finnst mér það vera alveg ótrúlega flottur kostur. Pallettan fæst HÉR.

RT-301-Flat-Contour

Ég varð að hafa þennan bursta með í færslunni því ég er að deyja yfir honum. Burstinn er contour bursti úr Bold Metals línunni frá Real Techniques. Þetta er flatur skyggingarbursti með stuttum þéttum hárum svo hann ætti að vera fullkominn til að setja skyggingarliti á þá staði sem þú vilt og dreifa úr þeim. Ég get ekki beðið eftir að þessi lína kemur til landsins því ég er að missa mig yfir henni allri!

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
Fyrir alla sem elska METAL
Ég og pósturinn í Danmörku erum ekki vinir, við getum orðað það svoleiðis. Þessi palletta kom til landsins í lok nóvember en ég fékk hana ekk...
powered by RelatedPosts