Colour Pop – Lippie Stix

Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

Ég er búin að ætla að sýna ykkur þessa varaliti alltof lengi núna en ég held ég sé bara búin að njóta mín einum of mikið við að prófa þá alveg út í ystu æsar svo ég hef ekki gert það fyrr en nú. Það er í rauninni ekki mikið sem ég get sagt annað en að þetta eru án efa þeir allra bestu varalitir sem ég hef prófað á ævi minni…. punktur! (Svo heita þeir líka svo krúttlegu nafnið, Lippie Stix, sem er aldrei verra :)

varalitir

Ef þið hafið ekki heyrt um Colour Pop áður þá er það kannski ekkert skrítið því merkið fæst ekki á Íslandi og er einungis hægt að nálgast vörurnar á heimasíðunni þeirra HÉR. Eins og er senda þeir ekki út um allan heim en ef þið hafið tök á því að panta og næla ykkur í einhverjar vörur frá þeim þá hvet ég ykkur til þess því þið munuð svo sannarlega ekki sjá eftir því.

Það er samt einstaklega leiðinlegt að þeir sendi ekki út um allan heim því að þeir eru alltaf að koma með nýjar vörur svo að sjálfsögðu langar manni að prófa allt, enn ekki hvað. Um daginn settu þeir til dæmis í sölu fljótandi varaliti sem seldust allir upp um leið og þeir komu inn á síðuna. Það var svo fyrir nokkrum vikum síðan að þeir settu inn nýja áferð á varalitunum þeirra. Núna eru þeir því komnir allt í allt með 7 áferðir á varalitum fyrir utan þessa fljótandi. Áferðirnar eru Sheer (sem er sú nýjasta), Créme, Satin, Matte, Glossy, Hyper-Glossy og Pearlized.

varalitir-3

Varalitirnir kosta allir 5 dollara stykkið (nema fljótandi varalitirnir sem kosta 6) sem er ekki neitt fyrir jafn góða vöru og þið fáið fyrir aurana. Litaúrvalið veldur líka engum vonbrigðum þar sem hægt er að fá allt frá grænum varalit yfir í fjólubláan yfir í svartan yfir í rauðan og yfir í allt held ég bara.

Þeir litir sem ég hef prófað haldast allir rosalega vel á vörunum en þeir möttu endast þó lengst. Þeir haggast ekki á mínum vörum. Það er líka ótrúlega skemmtileg áferðin á þeim því manni finnst alls ekki að maður sé með mattan lit á vörunum þegar maður setur þá á sig því þeir eru svo kremkenndir. Það á reyndar við um alla varalitina sem ég keypti hversu ótrúlega mjúkir og kremkenndir þeir eru svo það er ekkert mál að skella þeim á sig og bæta á ef maður vill yfir daginn. Ég er ekki alveg búin að átta mig á lyktini af varalitunum en þeir minna mig einna helst á vanilluköku. Ef þið fílið ekki snyrtivörur sem „lykta“ þá væri kannski best að kaupa einn af þessum áður en þið splæsið í heilu búntin svo þið getið fundið lyktina og athugað hvort hún muni trufla ykkur. Persónulega finnst mér lyktin bara góð í þessar þrjár sekúndur sem ég finn hana því eftir að þið berið á ykkur litinn og lokið stiftinu er hún farin. Ekki ósvipað og hjá MAC varalitunum.

colourpop_varalitir

Hér sjáið þið litaprufur af þeim litum sem ég keypti mér. Ég tók þessa mynd úti í kvöldsólinni svo að litirnir koma ekki alveg jafn skærir út á henni og þeir eru í raun og veru því að allir litirnir poppa svo sannarlega upp varirnar… eins og nafnið Color Pop gefur til kynna. Liturinn Grind er algjört uppáhald hjá mér því hann er alveg öskrandi fjólublár. Hann er mattur og helst á allan daginn sama hversu mikið þið borðið… treystið mér… ég prófaði það vel :)

varalitir_colourpop

Hér er ég með litinn á vörunum á mynd sem ég setti inn á instagram síðunnar @belle.is fyrir nokkru síðan. Eins og þið sjáið þá er hann FJÓLUBLÁR!

Ég get eiginlega ekki sagt mikið meira um þessa varaliti annað en að þeir eru æðislegir og ef þið hafið tök á að kaupa þá.. DO IT!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
Ég elska þessa!
Það er ekki oft sem ég finn varavöru sem fer ekki af vörunum mínum vikunum saman - enda er ég dugleg að breyta til! Það gerðist þó þegar ég p...
Varaliturinn fyrir sumarfríið!
Góðan dag! Það er greinilega komið smá sumar í mig því mér finnst ég vera orðin voðalega löt við að skrifa... allavega svona miðað við vanale...
powered by RelatedPosts